„Man on the Curtain” er kerfi sem notar snjallsímann þinn og er ætlað konum sem búa einar. Varpar tækið skugga á gluggatjöld til að fæla glæpamenn frá því að ráðast inn í íbúðir sem þeir telja sig geta komist í.
Uppfinningin er japönsk og þó Tokyo teljist meðal hættulausra borga koma samt upp glæpir sem tengjast einhleypum konum. Flestir Japanir vilja ekki herbergisfélaga og hefur því fyrirtækið Leo Palace 21 sett á markað „glæpavarnarapp“ sem gefur til kynna að fleiri séu í íbúðinni en sýnist.
Appið varpar skuggum á gluggatjöldin þannig það ætti að fæla þann í burtu sem hefur annarlegar hvatir.
Auglýsing