KVENNABLAÐIÐ

Stormy Daniels sagði frá nánum kynnum sínum við Donald Trump

Klámstjarnan Stormy Daniels talaði í gær við fréttaþáttinn 60 Minutes í sérstökum þætti um meint samband hennar við Donald Trump. Stormy, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald fyrir meira en áratug síðan.

Anderson Cooper tók viðtalið við Stormy sem sagði að hún hefði átt „óvarðar samfarir“ við Trump og hafi flengt hann með tímariti þrátt fyrir að hafa ekki „laðast kynferðislega að honum.“

Auglýsing

Stormy sagði að Donald hefði sagt að honum líkaði við hana: „Hann var bara vá – þú, þú ert sérstök. Þú minnir mig á dóttur mína. Þú ert klár og falleg og kona sem maður á að tengjast, og mér líkar við þig. Mér líkar við þig.“

Donald átti að hafa samt að hún ætti ekki að hafa áhyggjur af Melaniu sem var nýbúin að eignast Barron. Forsetinn hringdi oft í hana og reyndi að fá hana í þáttinn sinn Celebrity Apprentice.

Samt sem áður neitaði hún að segja hvort hún ætti skilaboð eða ljósmyndir þess efnis til að sanna sambandið.

Auglýsing

Lögfræðingar Trumps segja að Stormy skuldi meira en 20 milljónir dollara í skaðabætur fyrir að brjóta samninginn sem hún skrifaði undir. Donald skrifaði þó ekki undir samninginn sjálfur þannig talið var lagaleg forsenda fyrir því að hún færi í viðtalið.

Sagt hefur verið að hún hafi fengið 130,000 dollara frá lögfræðingi Trumps, Michael Cohen, til að þegja fyrir forsetakosningarnar.

Donald og Melania konu til baka frá Palm Beach á Flórída í gær þar sem þau voru í vorfríi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!