Margir telja eflaust að verða eiginkona prins hljóti að vera það besta í heimi. Raunveruleikinn þarf þó ekki að vera þannig og er tilvonandi hertogaynjan Meghan Markle að átta sig á því þessa dagana. Innanbúðarmanneskja í höllinni sem er tengd Harry Bretaprins segir að Meghan leiðis, hún sé einmana og sakni síns gamla lífs: „Kensingtonhöll er falleg, vissulega, en þegar Meghan vaknar hefur hún ekkert að gera. Hún getur ekki lengur farið á fætur, út með hundinn eða hlaupið í garðinum. Hún hittir sjaldan gömlu vini sína í eigin persónu.“ Meghan er einnig einmana þar sem hún má ekki nýta sér neina samfélagsmiðla.
„Hún er mjög frjálsleg kona og þegar henni finnst eitthvað um tiltekið málefni átti hún til að tvíta eða deila myndum,“ segir vinurinn. „Núna getur hún það ekki.“ Og tilvonandi eiginmaðurinn er ekki jafn skilningsríkur og hún hélt. Hann fer varla úr höllinni þegar hann þarf ekki að vera einhversstaðar: „Harry getur hafa áætlað að Meghan myndi höndla þetta betur.“
Líf Meghan er því afar breytt, hún er að venjast konunglegum skyldum en á í raun engan að nema Harry. „Kate er mjög upptekin við skyldur sínar, börnin og meðgönguna,“ og Meghan á enga vini í Bretlandi svo heita mætti. Sem betur fer er Camilla, stjúpmóðir Harrys, skilningsrík þar sem hún er líka utanaðkomandi og þær hafa fundið huggun hjá hvor annarri.