KVENNABLAÐIÐ

Mun 20 ára gamalt barnsrán upplýsast vegna skilaboða á peningaseðli? – Myndband

Fjölskylda stúlku sem hvarf árið 1999 reynir nú að átta sig á skilaboðum sem eru í fórum lögreglu. Um er að ræða peningaseðil sem fannst í mikilli fjarlægð frá heimili þeirra. Þegar Mikelle Biggs var 11 ára gömul hvarf hún fyrir framan heimili sitt þegar ísbílinn bar að. Hún og systir hennar ætluðu að kaupa sér ís, en systurinni varð kalt og hún fór inn. Tveimur mínútum síðar fór hún út aftur og þá var Mikelle horfin og ekkert eftir nema klink og hjólið hennar.

Auglýsing

Á peningaseðlinum stendur: „My name is Mikel Biggs kidnapped From Mesa AZ. I’m Alive.“ Þrátt fyrir að nafnið sé vitlaust stafað er verið að rannsaka hvort hugsanlega geti verið um alvöru vísbendingu að ræða. Systir hennar Kimber er þó tortryggin og vill ekki gera sér of miklar vonir.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!