Þegar velja á mjólkursýrugerla til inntöku er ekki úr vegi að spyrjast fyrir hvað sé vitað um virkni þeirra og hvað er að baki því magni sem hvert hylki inniheldur. Að sama skapi má spyrja hvort samsettar vörur sem innihalda margar tegundir af gerlum hafi verið skoðaðar sérstaklega með tilliti til virkni, ekki eingöngu hver gerill fyrir sig heldur einnig varan eins og hún er sett fram fyrir neytendur. Og af hverju inniheldur hún tiltekið magn af gerlum til dæmis? Probi Mage LP299V® hylkin innihalda 10 milljarða lifandi mjólkursýrugerla af gerðinni Lactobacillus plantarum 299v og ráðlagður dagskammtur er 1 hylki á dag. Þetta er sami skammtur sem hefur í rannsóknum sýnt sig meðal annars hafa sérstaklega góða eiginleika gegn því sem stundum er nefnt iðraólga einu orði. Með iðraólgu er aðallega átt við einkenni eins og uppþembu, vindgang, niðurgang og/eða hægðatregðu.
Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er fyrir slíkt ástand. Það er mikilvægt að huga að heilbrigði þarmaflórunnar en fjölmargir þættir geta haft áhrif á hana og hún tekur breytingum dag frá degi, meðal annars vegna þess sem við neytum en einnig vegna ytri þátta. Þess vegna tökum við 1 hylki af Probi Mage LP299V® á hverjum degi. Probi Mage LP299V® er söluhæsta varan í sínum flokki í Svíþjóð og hefur fengið frábærar viðtökur á Íslandi.