Barnauppeldi er vissulega erfitt, segja flestir foreldrar og umönnunaraðilar. Gefandi, að sjálfsögðu, en það er strembið á köflum. Foreldrar barna með ADHD finna einnig fyrir erfiðleikum og kannski á annan og flóknari hátt en börn sem ekki eru með greininguna.
Hér eru nokkrir góðir punktar sem flestir foreldrar barna með ADHD kannast við:
Þú hefur prófað öll ráð í bókinni
Eða, umorðum þetta…þú gætir sennilega skrifað bók eða leiðbeiningar um hluti sem virkuðu ekki. Þú hefur lesið rannsókn eftir rannsókn og prófað allt: Mataræði, stífari reglur, fæðubótarefni…nefndu það. Þannig að…
Þú sveiflast í því hvort þú ættir að prófa lyfjagjöf eða ekki
Sumir eru gallharðir á því að ADHD börnum ætti að vera gefin lyf. Svo eru það hinir sem segja að lyf séu „auðvelda leiðin út“ og skammast í því að þú sért að „dópa barnið þitt.“ Þær raddir eru stundum háværari en hinar þannig að…
Þú færð ótrúlega mikið af óumbeðnum ráðum
Margir velmeinandi vilja endilega hjálpa þér að díla við ADHD barnið þitt og allt í einu eru allir sérfræðingar. „Prófaðu hnykkjara“ segjar þeir, eins og það sé einmitt lausnin við öllum ykkar vanda. „Hefurðu tekið út rauðan matarlit úr fæðunni?“ „Þú þarft bara að taka út mjólkurvörur og glútein!“ „Baðaðu barnið í léttmjólk og dansið nakin undir fullu tungli!!“ (þetta var kaldhæðni)
Þú ásakar þig sjálfa/n stöðugt
Þar sem ótal ráð og ráðleggingar geisa í kringum ykkur ferðu að efast um að þú sért að taka réttar ákvarðanir.
Þú lærir að eiga við dómhart fólk
Alveg sama hvað þú ákveður, fólk mun alltaf hafa skoðun á því. Þú ferð að byggja upp harðan skráp. Fólk mun dæma það sem þú gerir og það sem barnið þitt gerir. Þar sem ADHD sést ekki utan á börnum muntu fá augngotur og heyra hvísl í kringum þig frá ókunnugum.
Barnið þitt er stundum „ÞAÐ barn“
Það er staðreynd: ADHD getur breytt fullkomlega yndislegu barni í annað sem þú ert hrædd/ur um að taka nokkurt. Hvatvísi, tilfinningalegt niðurbrot, ofsafengin viðbrögð. Allt eitthvað sem fólk getur túlkað sem „frekju“…kannastu við þetta? Skiptir engu hversu mikla stjórn þú telur þig hafa – það er alltaf hægt að koma þér á óvart!
Þú þolir ekki foreldraviðtöl
Ef barnið er ekki í sérkennslu eða hefur stuðning, má búast við að þið verðið kölluð oftar en aðrir í foreldraviðtöl. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt þegar þú færð að heyra að barnið hafi tekið framförum, en oftar er verið að segja þér hvernig barnið getur ekki setið kyrrt, pirrar aðra krakka eða skilar ekki verkefnum á réttum tíma.
Þú þarft að endurtaka þig. OFT.
Þér finnst stundum eins og þú gætir átt upptöku og spilað hana eftir þörfum: „Burstaðu tennurnar,“ eða „finndu skóna þína,“ því sama hversu gömul þau verða geta auðveldustu hlutir reynst erfiðir. Þú segir kannski: „Farðu í sokkana þína,“ og fimm mínútum seinna eru þau í öðrum sokknum, haldandi á dóti og eru búin að týna hinum sokknum einhversstaðar. Gleymska og endurtekningar verða normið.
Þú átt til að öfunda foreldra með „venjuleg“ börn
Foreldrar ADHD barna kunna eflaust að vera þreyttari en aðrir. Stundum gleyma þeir álaginu sem því fylgir og finna til öfundar í garð annarra foreldra sem virðast hafa það bara býsna einfalt miðað við ykkur. Okkur líðum öllum þannig. Við verðum líka reið. ADHD barnið kann að ýta á takkana þína og það er erfitt að missa ekki stjórn á skapinu, jafnvel fyrir geðgott fólk. Stundum finnst þér eins og allt sem þú gerir er að nöldra, ávíta og atyrða og það er ekki skemmtileg tilfinning.
Þú verður virkilega hörð mamma/pabbi
Það getur vel verið að barnið þitt sé erfiðara en önnur en þú þekkir barnið bakvið greininguna. Þú hefur fengið að sjá kærleikann, viðkvæmnina, eldmóðinn og möguleika barnsins sem stundum falla í skuggann af hegðuninni. Ef einhver vogar sér að draga það í efa eða koma illa fram við barnið þitt getur hann gleymt því!
Þú færð sting í hjartað þegar þú sérð hversu misskilið barnið er
Þeir sem eru ekki það heppnir að sjá hversu dásamlegt barnið þitt er, sjá neikvæðu hliðina, hegðunarvandamál. Skólafélagar geta séð barnið sem pirrandi eða hægt er að fá það til að gera skrýtna hluti. Án efa er erfitt að lifa með ADHD. Fyrir foreldri er ekkert erfiðara en að horfa á barnið eiga við hluti sem það ræður ekki við, sérstaklega þegar þú veist ekki alveg hvað taka skal til bragðs. Þú óskar þess helst að bekkjarfélagarnir og kennararnir og allir aðrir gætu séð hversu yndislegt barnið getur verið. Því miður eru ekki allir þannig. Svo…
Þú finnur til svo mikils léttis þegar einhver skilur ykkur!
Fyrir alla sem dæma barnið þitt ranglega er fullt af fólki sem skilur það. Þegar þú rekst á þannig fólk langar þig bara að knúsa það af þakklæti. Að finna einhvern sem skellir ekki skuldinni á barnið þitt, sem sér í gegnum greininguna, sem hefur upplifað það sama og þú langar þig bara að gráta.
Það er vissulega erfitt að vera foreldri ADHD barns. Þú getur ekki elskað greininguna í burtu eða skammað hana burt. Allir vilja gefa ráð. Þér finnst stundum þú vera ein/n á eyðieyju…en það er samt fólk þarna úti – fullt af því – sem skilur og veit hvernig þér líður því það hefur kynnst svipuðum einstaklingum sem eru svo fallegir, flóknir og einstakir.
Heimild: ScaryMommy.com