KVENNABLAÐIÐ

„Alls ekki í fyrsta skipti sem mér líður sem ég sé ekki velkomin hér á landi“

Íris Kristjana Stefánsdóttir skrifar: Á mér virkilega að finnast óþægilegt að labba úti á götunum hér á Íslandi þvi ég er hrædd við að fólk dæmi mig því það sést á útlitinu mínu að ég er ekki alveg íslensk?

Auglýsing

Ég var úti að skemmta mér með kærastanum mínum á laugardagskvöldi. Svo þegar við förum út af barnum og erum að labba upp Laugaveginn þá labbar einhver gaur á móti okkur og kallar okkur ljótt par. Við stoppum og spyrjum hann hvað hann sé að meina og þá segir hann við mig „Ertu ekki tælensk?“ og ég segi: „Nei, ég er íslensk“. Þá segir hann við mig: „Nei, þú ert asísk“ bendir svo á kærastann minn og segir „ert þú ekki Íslendingur? Stick with your own race.“ 

Íris Kristjana
Íris Kristjana
Auglýsing

Kærastinn minn verður svo pirraður að hann labbar ákveðinn að honum og langar að ráðast á hann en sem betur fer gerði hann ekki neitt. Svo þegar gaurinn labbar skíthræddur í burtu þá segist hann vera stoltur rasisti.

Ég tók þessu virkilega nærri mér og get ekki hætt að hugsa um þetta.
Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem að mér líður eins og að ég sé ekki velkomin hér á landi þótt að ég eigi íslenskan pabba og sé fædd og uppalin á Íslandi.

Færslan birtist fyrst á Facebooksíðu Góðu systur og er birt hér með góðfúslegu leyfi Írisar

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!