Eftir að hafa lent í heilmiklum vandræðum á dögunum, var fyrum Melrose Place leikkonan Heather Locklear tilbúin að fara í meðferð í sjöunda sinn. Keyrði kærastinn, Chris Heisser hana í meðferð nú á laugardaginn 3. mars. Leikkonan hefur nú þegar borgað fyrir einn mánuð og var víst „alveg tilbúin að fara.“
Heather skráði sig í frekar stranga meðferð þar sem hún má ekki hafa neitt samband við umheiminn, hvorki síma né nokkuð annað. Meðferðin einblínir helst á áfengis- og eiturlyfjafíkn, en Heather hefur átt þann djöful að draga í mörg ár.

Heather hefur verið inn og út úr meðferðum síðastliðin ár og var hún handtekin á dögunum fyrir að beita Chris ofbeldi og ráðast á lögreglumenn.
Nokkrum dögum eftir að hún fór í meðferðina og var handtekin var gefin út leitarheimild á heimili hennar í Thousand Oaks, þar sem leikkonan hafði hótað að skjóta lögreglumenn.