KVENNABLAÐIÐ

„Selfie-fíkill“ tekur um 200 myndir af sjálfum sér á hverjum degi

Hversu margar „selfies“ tekur þú á dag? Sennilega ekki jafn margar og hinn 22 ára Junaid Ahmed, frá Peterborough í Bretlandi. Hann hefur sjálfur greint sig með „selfie-fíkn.“ Hann eyðir þremur tímum á dag í að gera sig tilbúinn fyrir átökin og tekur um 200 myndir af sjálfum sér á dag. Svo tekur hann bestu myndirnar og setur á Instagram síðuna sína.

Auglýsing

Junaid segist vera í myndatöku á hverjum degi og kallar sig sjálfan „Selfie King.“ Til að líta sem best út fyrir 50.000 fylgjendur fer hann í andlitsbað í hverri viku, augnabrúnir og setur á sig farða.

Í gegnum árin hefur hann undirgengist ýmsar lýtaaðgerðir, t.d. látið setja í kinnarnar og kjálkann, botox, tattoveraðar augabrúnir, látið laga tennurnar og farið í fitufrystingu. Þetta hljómar mjög mikið, en Junaid telur allt þess virði, fái hann athygli á samfélagsmiðlum.

ssself

„Þegar ég pósta mynd, á fyrstu mínútunni eða svo fæ ég yfir 100 læk…og ég elska það þegar síminn minn klikkast,“ segir Junaid í viðtali við BBC.

Fannst honum kominn tími á „uppfærslu“ á sjálfum sér þannig hann fór í lýtaaðgerðirnar.

Neikvæð ummæli hafa ekki áhrif á hann eins og áður, en hann þráir jákvæð ummæli. Hann undirbúr sig hvenær hann ætlar að pósta á samfélagsmiðlum og ef myndin fær ekki 500 like innan ákveðins tíma, eyðir hann myndinni. Hann vill bara að vinsælustu póstarnir fái að sjást.

Junaid var lagður í einelti í skóla vegna þess hversu myndarlegur hann var og kom hann fram í heimildarmyndinni Obsessed With My Body: „Þetta var versti tími lífs míns. Þeim líkaði ekki hvernig ég leit út. Ég var mjög myndarlegur og þeim líkaði það ekki. Þau sögðust vilja kveikja í mér svo ég væri ekki svona fallegur. Ég skildi ekki neitt í neinu, bara að þetta fólk var ljótara en ég og verður alltaf.“

Þessi selfie-fíkn er ekki ný af nálinni. Danny Bowman, einnig breskur, tók 200 myndir af sér á dag og áttaði sig á að hann væri fíkill. Reyndi hann því að fara í „afvötnun“ til að hætta að taka selfies.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!