KVENNABLAÐIÐ

Khloé Kardashian flýgur til Japan – mánuði fyrir settan dag

Aðdáendur hafa varað Khloé Kardashian við, þar sem hún flaug yfir hálfan hnöttinn, komin átta mánuði á leið. Er hún í Japan með systrum sínum Kim og Kourtney til að taka eitt frí áður en barnið fæðist. Margir hafa sagt við hana að hún sé að taka áhættu: „Aldrei í lífinu myndi ég taka þessa áhættu með barnið mitt og geta orðið veik,“ segir einn á meðan annar segir: „Flugið á eftir að setja þig af stað! Farðu varlega.“

Auglýsing

Khloé, 32, virðist ekki deila þessum áhyggjum og hefur deilt fullt af myndum af sér í Tokyo á samfélagsmiðlum. Hún ætti að njóta sín, ekki er talið hættulegt að ferðast nema eftir 36 vikur.

? from Tokyo

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

„Ef kona á von á þríburum mæli ég ekki með að fljúga eftir 20-24 vikur,“ segir Dr. Ashley Roman í viðtali við The Bump. „Ég segi við sjúklingana mína að drekka nóg af vatni, standa upp á klukkutíma, tveggja tíma fresti og labba um til að fá blóðflæðið af stað, það minnkar líkur á blóðtappa.“

Auglýsing

Hún var þó ekki eina Kardashian systirin að fá á sig gagnrýni. Kim var einnig skömmuð fyrir að fara frá nýfæddri dóttur, Chicago: „Í alvöru, hverskonar mamma ertu? Þú átt að láta lífið snúast um Chicago, ekki fara til Japan og skilja átta vikna barn eftir heima. Skammastu þín,“ sagði ein mamman.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!