KVENNABLAÐIÐ

Faldi lík móður sinnar í íbúðinni sinni í 30 ár

Líkamsleifar konu hafa fundist í niðurníddri íbúð en dóttir hennar hafði falið líkið í 30 ár. Var engu líkara en um múmíu væri að ræða. Lögreglan ruddist inn í íbúðina eftir ábendingu frá nágrönnunum. Íbúðin tilheyrði hinni 77 ára konu (dótturinni) sem var eftirlaunþegi í úkraínsku borginni Mykolaiv.

Auglýsing

lik11

Var konan klædd í hvítan kjól, í bláum skóm og grænum sokkum.

Íkonar voru settir við höfuð líksins
Íkonar voru settir við höfuð líksins
Auglýsing

Lögreglan áttaði sig á í hverju lá þegar þeir brutu upp hurð að læstu herbergi. Íbúðin var hreinlega flæðandi í drasli, sem sennilega hafði verið safnað í áratugi, ma. gömlum dagblöðum og rotnandi mat.

lik12

Dóttirin fannst í íbúðinni, en hún hafði sama sem ekkert samneyti við nágranna sína. Var hún á lífi en lömuð í báðum fótleggjum. Hún fannst á gólfinu og þurfti mikið á hjálp að halda. Í íbúðinni var ekkert vatn, gas eða rafmagn.

lik15

Lögregluskýrslan sagði: „Til að bjarga hinni 77 ára konu var kölluð til neyðarþjónusta til að brjótast inn í íbúðina. Konan fannst þar á gólfi, umkringd rusli. Hún gat ekki gengið og þurfti nauðsynlega á hjálp að halda. Sjúkrabíll var kallaður til.“

lik16

Konan bjó ein og fór næstum aldrei út. Nágrannarnir reyndu stundum að nálgast hana og skildu eftir mat á útidyratröppunum. Engan grunaði þó að konan byggi þar með líkamsleifum móður sinnar.

lik17

Líkið var fjarlægt úr íbúðinni og sent til rannsóknar. Dóttirin er á spítala en lögregla rannsakar málið.

lik14

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!