Fyrrum leikkonan í Melrose Place, Heather Locklear, var handtekin um helgina og sjá má á meðfylgjandi lögreglumynd að mikið hefur gengið á. Hin 56 ára leikkona var handtekin af lögreglunni í Thousand Oaks í Kaliforníuríki eftir að hafa ráðist á kærastann sinn og þrjá lögreglumenn.
Hringt var í neyðarlínuna frá heimili Heather um klukkan 22 sunnudagskvöldið 25. febrúar vegna heimiliserja. Heather var „ósamvinnuþýð“ samkvæmt lögreglu og hrinti hún þremur lögreglumönnum samkvæmt Garo Kuredjian, talsmanni Ventura County Sheriff skrifstofunni.

Hún þurfti að reiða fram 20.000 dollara (um tvær milljónir ISK) og var hún þá laus gegn tryggingu.
Heather hefur áður gengið í skrokk á kærastanum Chris Heisser og gerðist það síðasta haust. Fór hún í sína sjöttu áfengis- og eiturlyfjameðferð um síðustu jól.