Vildi ekki vera hjónadjöfull: Upp komst um ástarsamband leikaranna Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead fyrir nokkrum mánuðum og sótti Eve Mavrakis, eiginkona Ewans til 22 ára um skilnað í kjölfarið.
Ewan (46) og Mary (33) hittust við tökur á þáttunum Fargo og felldu hugi saman. Mary þoldi hinsvegar ekki álagið að vera kölluð „hjónadjöfull“ og fannst það niðurlægjandi. Vinur Ewans segir: „Þetta er leiðinlegt því fyrir ári síðan voru Ewan og Eve í mjög góðu sambandi og hann ákvað að fleygja því öllu frá sér fyrir Mary. Núna lítur út fyrir að hann hafi glatað þeim báðum.“

Ewan vill fá sameiginlega forsjá með þremur yngstu börnunum, en Eve vill fá fulla forsjá og Ewan fái aðeins heimsóknarrétt. Skilnaðurinn mun fara fram á næstunni, en enginn kaupmáli var gerður svo eignunum verður skipt jafnt.
Mikil særindi eru í fjölskyldunni, m.a. samdi dóttir þeirra lag um nýtt ástarsamband föður síns.
Ewan vann Golden Globe verðlaun í fyrsta sinn og þakkaði bæði eiginkonu sinni og kærustu. Var Eve svo hneyksluð að hún ákvað að tjá sig opinberlega um skilnaðinn. Sagði hún í viðtali við Daily Mail að hún hefði ekki verið ánægð með ræðuna hans, og sagðist svo ekki tjá sig meira um það.