Að fara á stefnumót með einhverjum í fyrsta skipti getur verið stressandi. Sérstaklega að finna í hverju maður á að vera. Ein kona þurfti hinsvegar ekkert að hugsa um slíkt, heldur fór nakin, ef frá eru taldar nærbuxur!
Joy ákvað að taka þátt í smá tilraun og hitti mann í fyrsta skipti í engu öðru en líkamsmálningu. Var „dressið“ hannað af Jen Seidel, einnig þekkt sem Jen the Body Painter.
Jen, sem er þriggja barna móðir, og dóttir hennar Kennedy nýttu tvo tíma í að mála Joy frá toppi til táar og verður að segjast eins og er: Þeim tókst afar vel upp. Þær teiknuðu á hana bláar rifnar gallabuxur og blómatopp og fór Joy að hitta stefnumótið í verslunarmiðstöð.
Joy var mjög spennt fyrir stefnumótinu og sagðist ekki vera að fara í fyrsta sinn á Tinder-stefnumót: „Þessi gaur sem ég er að fara að hitta er grínisti og ég er spennt að sjá hvernig hann bregst við. Ég vona að við getum spjallað saman og hann verði ekki algerlega ringlaður út af ástandinu á mér!“
Fyrst þegar þau hittust var Joy í stórri kápu og hann hjálpar henni úr henni þegar þau hafa pantað kaffi og sest niður. Svo segir hann henni að honum líki fötin hennar, hann hélt í eitt augnablik að hún væri nakin, reyndar. Joy hlær og heldur áfram að tala.
Eftir að hafa drukkið kaffi fara þau og labba um verslunarmiðstöðina. Það komst næstum upp um Joy þegar hópur af stelpum áttuðu sig á hvers kyns var og fóru þær til ljósmyndarans og vildu taka selfie með honum!
Svo kemur að því. Maðurinn spyr hvort hún sé með líkamsmálningu, en það er ekki fyrr en þau eru að koma að bílastæðinu hjá bíl Joy og það er rigning úti að hún þarf að viðurkenna það.
Viðbrögð hans: „Ég veit ekki. Ég er ekki kona.“