Ókei, það er komið nýtt æði, a.m.k. samkvæmt internetinu. Einnar mínútu reglan. Hún er svona: Ef þú tekur eftir verkefni sem þarf að gera/leysa/framkvæma og þú sérð fyrir þér að það taki minna en mínútu að framkvæma, gerðu það þá – undir eins. Þetta snýst um þessa litlu hluti eins og að hengja upp kápuna, búa um rúmið, fylla á vatnsflöskuna eða svara tölvupósti.
Eins og flestir vita, geta þessir litlu hlutir hrannast upp án þess að þú takir í raun eftir þeim, og þegar þeir eru orðnir margir er líklegra að þú eigir til að fresta þeim.
Til að einfalda þetta: Einnar mínútu reglan er til að „blekkja“ sjálfan þig til að gera alla þessa litlu hluti sem þú átt til að fresta, því þeir eiga til að fara í taugarnar á þér.
Til dæmis: Þú ert ágætlega skipulögð manneskja en þegar þú ert að elda og hugsar um allt sem þarf að ganga frá…þú ætlar þér að gera það strax eftir matinn, en eftir matinn ertu bara þreytt….og svo framvegis, og svo framvegis…
Til að spóla yfir allt sem þú þarft að gera, mun það koma þér þægilega á óvart hversu „ó-leiðinleg“ þessi verkefni eru. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera á 60 sekúndum, hvað þá fimm mínútum! Prófaðu þetta í nokkra daga og það mun koma þér á óvart! Deildu færslunni og skoraðu á vini þína!