Hvenær ræddir þú síðast við manneskju sem þú þekktir ekki? Rannsóknir sýna að búir þú til tengingu við nýtt fólk gerir það þig hamingjusamari, sjálfsöruggari og almennt á fólk betra með að skilja þig
Samkvæmt einni rannsókn eru þeir sem spjalla við ókunnugt fólk, jafnvel á förnum vegi, geta búið til dýrmæta tilfinningu um að tilheyra.
Þessa dagana er einmanaleiki ríkjandi…við þurfum að kynnast og tengjast nýju fólki meira en nokkru sinni fyrr. Því eldri sem við verðum, því þrengri verður vinahópurinn. Frá 25 ára aldri fer vinatengslum hnignandi. Við lifum flóknum lífum flest og það er oftast enginn tími að tengjast nýju fólki.
Samfélagsmiðlar eru góðir í að einangra fólk – þú þarft ekki lengur að tala við fólk, þú skrifar bara skilaboð: „Allir eru í símanum þessa dagana,” segir sálfræðingurinn og markþjálfinn Emily Hodge í viðtali við Daily Mail: „Það býr til líkamlegar og tilfinningalegar hindranir í að tala við fólk”
Ferðalög eru ein leið til að kynnast nýju fólki…það kemur einhvernveginn náttúrulega að þú ferð að tala við ókunnugt fólk: „Þegar þú ert á ferðinni hefurðu tíma og tækifæri að kynnast nýju fólki,” segir Lee Thompson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Flash Pack sem sameinar fólk um víða veröld sem ákveður að ferðast eitt: „Þú lærir mjög fljótt að spjalla við ókunnuga á eðlilegan og þjálan hátt. Því oftar sem þú gerir það, því betri verðurðu í því.”
Hér eru nokkur góð ráð ef þú vilt blanda geði við fólk:
Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða
„Það er eðlilegt að finna fyrir ótta að tala við ókunnuga,” segir sálfræðiprófessorinn Stefan G. Hofmann, í háskólanum í Boston. Þú ert ekki ein/n um þennan ótta. Þú gætir náð að ráða við óþægindin með því að gera grín að þeim eða vera ofur-heiðarleg/ur um það: „Að viðurkenna óttann eða vandræðalegheitin gerir þig að alvöru manneskju. Hroki fælir fólk frá en að vera auðmjúkur lætur fólk frekar bregðast við. Þú gætir sagt við þig sjálfa/n: „Ég ætla að tala við 10 nýjar manneskjur í dag. Þú gætir jafnvel sagt manneskjunni frá því, til að opna samræður.”
Það hjálpar einnig að beina athyglinni frá þér: „Mennirnir eru félagslegir í grunninn og allir elska að spjalla,” segir Jenni Shaw, sem ferðast oft ein um heiminn: „Í stað þess að vera taugahrúga, mundu að þú gætir verið að gera daginn betri hjá manneskjunni bara með því að teygja þig í áttina til hennar og segja HÆ. Margir eru að reyna að finna þetta hugrekki og þeir eru oftast þakklátir fyrir tækifæri að spjalla.
Fjarlægðu þrýstinginn
Ekki hafa neinar væntingar þegar þú talar við ókunnuga. Þannig verður þetta auðveldara. „Ég held að fólk ofhugsi oft þegar kemur að því að tala við fólk sem það þekkir ekki,” segir Teha Kennard, sem hætti í vinnunni sinni í lögfræðifyrirtæki í Washington DC til að ferðast um heiminn: „Í grunninn erum við bara manneskjur. Ég trúi því að við getum eitthvað lært af öllum sem við hittum. Það eru fáir ókostir við að spjalla við ókunnugt fólk, það er ekki eins og þú sért að skuldbinda þig til einhvers.”
Lestu í líkamstjáningu
„Líkamstjáning er lykilinn, hvort sem það er augnsamband eða bros. Að veita þessu athygli getur opnað dyr að kynnast einhverjum nýjum,” segir Teha. „Ég byrja oft að spjalla við einhvern á ferðalagi eða í teiti þegar líkamstjáningin segir mér að þeim líði ekki vel þarna. Þetta er fólkið sem kann best að meta spjall!”
„Ég á eina bestu vinkonu. Ég hitti hana í háskólahittingi í herbergi fullu af konum sem voru að spjalla. Hún sat ein við borð og henni leið greinilega óþægilega. Ég hugsaði að hún hlyti að vera feimin, þannig ég fór til hennar með matinn minn og sagði: „Vá, þú ert í hvítum gallabuxum og hvítri skyrtu! Ég myndi pottþétt sulla á mig alla í þessum fötum!” Hún gat ekki annað en hlegið og það braut ísinn…við fórum að spjalla og eigum einstakt samband.
Finndu sameiginlegan grundvöll samræðna
„Ég elska að heyra sögur fólks, svo ég held mig við venjulega spurningu: „Hvers vegna ertu hér?” segir Jenni. „Fólk elskar að tala um sig sjálft og reynslu þess. Ég spyr margra spurninga og það gefur þær tækifæri að finna sameiginleg áhugamál sem þú getur síðan farið að spjalla um.
„Fólk elskar að tala um sig. Byrjaðu þar og spurðu persónulegra spurninga – 99% af tímanum munuð þið finna sameiginlegt áhugamál af einhverri tegund. Allt sem þarf er ein spurning og þú ert búin/n að búa til tengingu.”