KVENNABLAÐIÐ

Sex frægustu, óupplýstu morð allra tíma

Morð eru alltaf óhugnanleg, að sjálfsögðu. Sum eru jafnvel meira en það. Þessi morð voru öll ótrúlega hrottaleg og erfitt er að ímynda sér hver hefði getað framið þau af svo mikilli heift.

Þessi morð skelfdu samfélög og lögregluyfirvöld vissu ekki hvert ætti að snúa sér…sem leiðir til þess að þau eru enn í manna minnum jafnvel áratugum seinna vegna þess að engin handtaka var framkvæmd og enginn einn var grunaður um verknaðinn.

Þessi morð eiga öll það sameiginlegt að morðinginn fannst aldrei…

Auglýsing

Jack the Ripper (Kobbi kviðrista) í London

Á þarsíðustu öld var morðingi á sveimi í austurhluta London og lagðist hann einkum á vændiskonur. Hann fékk viðurnefnið Jack the Ripper eftir að hafa myrt og afskræmt að minnsta kosti fimm konur.

Á meðan líkin hrönnuðust upp á þriggja mánaða tímabili árið 1888 var samfélagið á heljarþröm. The Morning Post tilkynnti um annað morðið á sínum tíma. Kallaði blaðið morðið „grimmdarlegt” og að það væri „of hryllilegt til að því yrði lýst með orðum.”

Yfirvöld veltu fyrst fyrir sér hvort morðinginn væri slátrari eða læknir þar sem hann hafði einstaka hæfileika að rista fólk á hol. Fórnarlömb Kobba voru þær Mary Ann Nichols, Annie Chapman, Elizabeth Stride, Catherine Eddowes og Mary Jane Kelly. Allar voru þær skornar á háls, hjá flestum var kviðurinn opnaður og líffæri þeirra fjarlægð áður en þeim var hent á götuna, samkvæmt Dave Yost, sem rannsakaði þessi fimm morð í bókinni Elizabeth Stride and Jack the Ripper.

Kvikmyndin 'Jack The Ripper', 1959.
Kvikmyndin ‘Jack The Ripper’, 1959.

FBI (Bandaríska alríkislögreglan) fór í gegnum málið 100 árum seinna, eða árið 1988, fyrir tilstuðlan kvikmyndaframleiðanda. Sögðu þeir að hvert fórnarlamb hefði verið drykkjusjúklingur og vændiskona. Þær voru skotmark því þær voru „aðgengilegar” og voru allar myrtar snemma að morgni.

Þrátt fyrir alla athyglina gat lögreglan aldrei fundið morðingjann. FBI sagði að rannsakendur hefðu verið í vandræðum með tæknimálin og rannsóknaraðferðir voru „fátæklegar” á þessum tíma.

Áhugafólk sem og fagaðilar hafa komið fram með ýmsar kenningar um morðingjann, en svo virðist sem hann hafi tekið þá vitneskju með sér í gröfina…

Auglýsing

Svarta dalían (The Black Dahlia) vakti mikla athygli

Móðir ásamt barni sínu snarstoppaði á ferð um íbúðarhverfi í Los Angeles. Nakin kona lá nálægt gangstéttinni. Hún var snyrtilega skorin í helming um mittið en ekki var að sjá einn einasta blóðdropa á henni. Í dag er morðið á hinni 22 ára gömlu Elizabeth Short vel þekkt, en árið 1947 var hún á forsíðum allra dagblaða. Var hún fyrst nefnd svarta dalían vegna þess hún hafði svart hár og var klædd í svart.

a balkk

Elizabeth var frá Massachusettsríki upphaflega en kom til Kaliforníuríkis til að leita frægðar og frama. Kaldhæðnislega varð hennar aðallega minnst fyrir þennan hrottalega dauðdaga. Lík hennar var þurrkað af blóði áður en því var komið fyrir í íbúðahverfi L.A. Líkami hennar var hlutaður í sundur og eitt brjóstið var skorið af, skv. skýrslum FBI.

Ekki er ljóst hvers vegna hin leitandi leikkonan mætti örlögum sínum á þennan hátt. Þeir sem hafa lýst morðinu á hendur sér skipta tugum. FBI leitaði í öllum krókum og kimum á þessum tíma, en fann ekkert. Allir þeir sem játuðu glæpinn voru saklausir.

Lögreglan í Los Angeles segist enn vera að rannsaka þetta gamla mál, en það hefur bæði ratað í bók frá árinu 1987 og einnig kvikmynd sem gerð var eftir samnefndri bók árið 2006 og léku í henni Josh Hartnett, Hilary Swank, Aaron Eckhart og Mia Kirshner.

Zodiac Killer (Stjörnumerkjamorðinginn)

Zodiac morðinginn var enginn venjulegur morðingi. Í stað þess að forðast sviðsljósið þráði hann athygli fjölmiðla og naut þess að kvelja lögregluna með torskildum gátum og vísbendingum sem hann lét eftir sig.

Myrti hann fimm manns, og virtist ekkert samhengi vera á milli morðanna. Áttu þau sér stað í norðanverðri Kaliforníu á árunum 1968 og 1969. Hann sagði í bréfum til lögreglunnar að hann ætti fjölda fleiri fórnarlamba en einungis þessi tala fékkst staðfest. Morðveislan hófst í desembermánuði 1968 þegar hann skaut tvo táninga á bílastæði. Sjö mánuðum seinna skaut hann tvo aðra í bíl en annar lifði af. Þá fóru dagblöð á svæðinu að fá nafnlaus bréf frá einhverjum sem sagðist vera ábyrgur fyrir morðunum, samkvæmt San Francisco Examiner.

Bréfið sem sent var til San Francisco Examiner
Bréfið sem sent var til San Francisco Examiner

Var um að ræða dulkóðuð bréf sem áttu að innihalda raunverulega ástæða morðanna ásamt því að gefa í skyn hver morðinginn væri: „Mér líkar að drepa fólk því það er gaman,” sagði hann. „Það er skemmtilegra en að drepa dýr í skóginum því maðurinn er hættulegasta skepna allra.”
Yfirvöld náðu ekki að leysa gátuna um nafn hans og morðinginn fór aftur á stjá í septembermánuði 1969. Þá stakk hann tvo með hnífi en annar lifði árásina af.

Tveimur vikum seinna var hann aftur að verki þar sem hann stakk 29 ára leigubílsstjóra. Nokkrum dögum seinna póstsendi hann blóðugan bolinn sem bílstjórinn hafði klæðst til dagblaðsins The Chronicle. Í dag er enginn grunaður um verknaðinn. Lögreglan í San Francisco segir að rannsóknin sé enn yfirstandandi.

Rappararnir Tupac Shakur og Notorious B.I.G. voru skotnir með sex mánaða millibili

Tónlistarheimurinn var skekinn seint á tíunda áratugnum þegar rapp-súperstjörnurnar Tupac Shakur og Notorious B.I.G. voru myrtir með sex mánaða millibili. Morðin voru framin á þeim tíma þegar plötufyrirtæki beggja voru í deilum. Báðir rapparar voru helstu stjörnur fyrirtækjanna. Margir sögðu að morðin væru dæmi um deilur í tónlistarbransanum sem hefðu gengið of langt.

Tupac var drepinn fyrst, í bíláras í Las Vegas þann 13. september árið 1996. Hann var einungis 25 ára gamall en hafði verið á samningi hjá plötufyrirtækinu Death Row. Death Row átti í deilum við plötufyrirtækið Bad Boy. Sex mánuðum seinna var Christopher Wallace — betur þekktur sem Notorious B.I.G., Biggie Smalls eða Biggie — myrtur á svipaðan hátt. Rapparinn var ráðinn af dögum þegar hann var á leið úr teiti á vegum tónlistariðnaðarins í Los Angeles.

Tupac og Biggie
Tupac og Biggie

Þessar tvær stjörnur höfðu verið vinir og á samningi hjá Bad Boy, skv. FBI sem lokaði málinu árið 2005. Samband vinanna varð þó stirt eftir að Tupac endaði í fangelsi fyrir nauðgun. Biggie óx þá í áliti og fór Tupac yfir til Death Row.

Það er óljóst hvort deilurnar höfðu eitthvað að segja í morðunum. Logreglan var hálf-ráðalaus í báðum tilfellum, sérstaklega vegna þess að vitnin voru ósamvinnuþýð.

Upp hafa komið alls kyns samsæriskenningar, t.d. að rappararnir séu báðir enn á lífi og dauðsföll þeirra hafi ekki verið raunveruleg.

Fjölskylda og vinir eru hinsvegar enn að syrgja.

JonBenet Ramsey var myrt á heimili sínu

Sex ára fegurðardrottning var myrt á heimili sínu og voru fréttir þess efnis út um allan heim árið 1996. JonBenet fannst látin í kjallara heimilis síns í Boulder, Colorado. Skók morðið allan bæinn, að sjálfsögðu en enginn morðingi hefur enn verið handtekinn.

JonBenet var afskaplega falleg ung stúlka sem hafði unnið margar fegurðarsamkeppnir. Fannst hún barin og kyrkt með límband fyrir munni og hálsi, á annan í jólum árið 1996. Allir sem fylgdust með fréttum voru slegnir, að sjálfsögðu, en kastljósið beindist fljótlega að fjölskyldunni sem margir töldu að hlyti að hafa verið með í ráðum.

Móðir JonBenet, Patricia, sagði lögreglu að hún hefði vaknað snemma um morguninn og uppgötvað að dóttir hennar væri horfin. Hún hringdi í neyðarlínuna, 911, til að tilkynna mannsrán, þar sem hún hefði fundið þriggja blaðsíðna bréf frá mannræningjanum sem krafðist 118.000 dollara.

Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti faðir JonBenet, John að hann hefði fundið lík dóttur sinnar í kjallaranum. Krufning leiddi í ljós að JonBenet hafði látist af völdum köfnunar vegna kyrkingar. Talið var strax að um morð hefði verið að ræða.

Ramsey fjölskyldan féll strax undir grun, eins og áður sagði. Enginn var þó ákærður vegna dauða litlu stúlkunnar. Foreldrar JonBenet komu fram í viðtali hjá CNN vegna þess í fyrsta skipti nú fyrir stuttu. John Ramsey sagði að grunur fólks þess efnis að fjölskyldan væri á bakvið glæpinn væri ógeðfelldari en orð fá lýst: „Ég drap ekki dóttur mína,” sagði hann.

Tuttugu árum seinna er lögreglan í Bolder enn að rannsaka málið, þrátt fyrir að enginn vilji tjá sig um málið. Þeir segjast ekki vera á leið að gefast upp.

20 ára afmæli morðsins var hampað í fjölmiðlum, s.s. með heimildarmyndum og þáttu. Bróðir JonBenet, Burke Ramsay, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn í þætti Dr. Phil og sagðist hafa grátið þegar hann vissi að systir hans væri látin: „Pabbi sagði mér að JonBenet væri á himnum og svo fór hann að gráta og ég líka. Ég hugsaði: „Hvernig er þetta mögulegt?” Ég held ég hafi ekki sagt neitt. Ég trúði þessu ekki fyrst.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!