KVENNABLAÐIÐ

Kraftaverkaráð? – Ótrúlegt húsráð gegn bólum

Þegar við eldumst komumst við að því að bólur tilheyra ekki bara gelgjuskeiðinu. Við getum fengið bólur alla okkar ævi. Samkvæmt rannsóknum eiga 54% kvenna yfir 25 ára á einum eða öðrum tíma í erfiðleikum með að losna við bólur.

Auglýsing

Margir eru að reyna mismunandi lausnir til að ná húðinni góðri. Ein af þeim er Hilda Paz Robles. Hún fór á Twitter nýlega og deildi reynslu sinni í meðfylgjandi skjáskoti.

 

Samkvæmt Hildu er besta ráð sem hún hefur fengið – grænt te og hráhunang.

„Ég fór að fá bólur árið 2017. Ég reyndi ýmis ráð – húsráð sem og lyf, en ekkert virkaði. Þá prófaði ég 100% hreint grænt te með 100% hreinu hunangi. Ég bæði drakk það og notaði sem andlitsskrúbb,“ segir hún í viðtali við Womans Health.

Auglýsing

„Margir trúa mér ekki. Ég ætla ekkert að fullyrða að þetta virki fyrir alla því ég prófaði svo margt áður og ekkert virkaði.“

Einn húðsérfræðingur, Judith Hellman, sagði að það kæmi ekki á óvart að þetta hafi virkað: „Grænt te hefur bólgueyðandi eiginleika til að lækna bæði rósroða og bólur.“ Einnig sýna rannsóknir að hunang vinnur á bakteríum. Þá er bara um að gera að prófa!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!