Stúdína með geðklofa (e. schizophrenia) hefur nú sett af stað stofnun til að hjálpa samnemendum sínum með samskonar greiningu – þrátt fyrir að hún þurfi að eiga við ofskynjanir sem sumir myndu segja að væru beint úr hryllingsmyndum.
Cecilia McGough, 23, stundar nám við háskólann í Pennsylvaniuríki, Bandaríkjunum. Fær hún mörg ofskynjunarköst á dag, meðal annars sér hún fyrir sér óhugnalega trúðinn úr „It,“ sem byggður er á sögu eftir Stephen King. Önnur ofskynjun sem hún fær er úr japanska tryllinum The Ring, en þá sér hún litlu stúlkuna.
Nú er Cecilia að hjálpa öðrum námsmönnum sem og fræða fólk um sjúkdóminn, sem hlýtur að krefjast mikils hugrekkis.