KVENNABLAÐIÐ

Reyndi að smygla kókaíni í gervirassi

Maður hefur verið handtekinn á flugvellinum í Lissabon í Portúgal eftir að upp komst um hann. Á meðfylgjandi myndum má sjá að kókaín hafði verið pakkað inn í tvo kringlótta poka og var maðurinn með þá saumaða í sundskýlu þannig út leit fyrir að hann væri með þennan föngulega rass.

Hinn 32 ára brasilíski maður var að ferðast til Lissabon frá Belem do Para í norðanverðri Brasilíu.

Auglýsing

rassi2

Annar maður á fertugsaldri var handtekinn á lestarstöð í borginni, grunaður um aðild að málinu. Lögreglan sagði í yfirlýsingu: „Ef þetta kókaín hefði komist á götuna hefði það getað orðið að fimm þúsund skömmtum.“

Að sjálfsögðu er þetta ekki í eina skiptið sem fólk hefur reynt furðulegar aðferðir við að smygla eiturlyfjum milli landa. Árið 2015 reyndi eiturlyfjagengi að smygla 200 kílóum af kókaíni til Spánar í innantómum ananösum.

Auglýsing

Árið 2017 var 24 ára kona handtekin með þriggja kílóa gervi-óléttubumbu.

Spænska lögreglan hefur einnig fundið 17 kíló af kókaíni falið í gervibanönum, milli alvöru ávaxta.