KVENNABLAÐIÐ

Glee leikarinn Mark Salling fannst látinn

Bandaríski leikarinn Mark Salling sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Glee fannst látinn nálægt heimili sínu í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa gefið í skyn að hann hafi tekið sitt eigið líf.

Hinn 35 ára leikari var að búast við dómi, fjögurra til sjö ára, eftir að hafa játað vörslu barnakláms. Átti hann að mæta fyrir dóm þann 7. mars næstkomandi.

Auglýsing

Mark lék fótboltamanninn Noah „Puck“ Puckerman í Glee frá árunum 2009 til 2015. Hann tók tilboði vegna dómsins í október síðastliðnum til að forðast fangelsisdóm til allt að 20 ára.

Mark fyrir rétti í október 2017
Mark fyrir rétti í október 2017

Var hann handtekinn árið 2015 eftir að einhver benti á að hann ætti barnaklám. Fann lögreglan þúsundir mynda í tölvunni hans.

Fjölmiðlar segja að lík Marks hafi fundist í skógi nálægt heimili hans í Sunland, Los Angeles.

Auglýsing

Lögfræðingur Marks, Michael J Proctor, sagði í yfirlýsingu: „Ég get staðfest að Mark Salling féll frá snemma í morgun. Mark var viðkvæmur og kærleiksrík sál með mikla sköpunargleði. Var hann að gera sitt besta til að bæta fyrir alvarleg mistök og dómgreindarbrest.“

Mark Salling var barnlaus og lætur eftir sig foreldra og bróður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!