KVENNABLAÐIÐ

„Jógatvíburinn“ myrti systur sína í bílslysi

Alexandria Duval, kölluð „skelfilegi jógatvíburinn“ er nú í rétti fyrir morð eftir að hún keyrði af kletti í Hawaii og myrti systur sína. Er hún ákærð fyrir manndráp en hefur lýst yfir sakleysi sínu.

Auglýsing

Gerðist atvikið í Maui árið 2016 eftir að jógatvíburarnir voru að keyra á eyjunni og lentu í miklu rifrildi. Sjónarvottur sá systurnar slást í bílnum nokkrum mínútum fyrir slysið og annar sagðist einnig hafa séð þær rífast og þurfti að sveigja bíl sínum frá þeirra, svo mikill var hraðinn og heiftin.

Í átökunum missti Alexandria stjórn á stýrinu og keyrði fram af kletti sem var um 6 metrar á hæð. Systir hennar Anastasia Duval lést í farþegasætinu. Samkvæmt krufningarskýrslu hafði Anastasia ljós löng hár í höndunum þegar hún lést.

Eftir slysið var Alexandria látin laus þar sem dómarinn taldi enga ástæðu til að ætla að um morð hefði verið að ræða. Var hún handtekin í New York nokkrum mánuðum seinna eftir að dómarinn skipti um skoðun.

Auglýsing

Fyrrverandi kærasti Alexandriu, Keith Weiss, sagði við lögreglu að hann hefði oft orðið vitni að rifrildum milli tvíburanna og þær hefðu átt „eitrað samband sem var fullt af drama.“ Sagði hann einnig að þær væru stöðugt að rífa í hár hvor annarrar og klipu þær einnig hvor aðra.

Anastasia og Alexandria Duval – fæddar Ann og Alison Dadow – áttu nokkrar vinsælar jógastöðvar í Flórídaríki. Þær unnu einnig í Utahríki og fluttu svo til Hawaii þar sem slysið varð.

Búist er við dómi í næstu viku.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!