KVENNABLAÐIÐ

Húseigandi ákveður að hrekkja framtíðareigendur hússins hans

Það er janúar…kalt, leiðinlegt, engir peningar til. Hver getur því skammað Carl Betson fyrir að gera smá hrekk fyrir þá sem kunna að kaupa húsið hans í framtíðinni?

Carl mun kannski aldrei sjá viðbrögðin við hrekknum, en dálítið óhugnanlegt liggur undir pallinum hans. Hann deildi afrakstrinum á Facebook og kostaði hrekkurinn um 300 krónur. Fólk tók nú misjafnlega í hrekkinn, en flestum fannst þetta fyndið.

Auglýsing

Carl keypti ódýra beinagrind í B&M Bargains og lagði hana undir pallinn og mokaði yfir. Svo póstaði hann (að sjálfsögðu) myndinni á Facebook sem hefur fengið fjölda deilinga. Við hana skrifaði hann: „Þetta verður svoooo fyndið eftir þrjátíu ár þegar næsti gaur skiptir um pallinn sem ég er að byggja í dag.“

Auglýsing

Margir sem skrifuðu athugasemdir við færsluna vildu óska þess að þeir hefðu einnig fengið svo góða hugmynd að hrekk. Svo voru auðvitað aðrir sem höfðu áhyggjur af rannsókn lögreglunnar (peningar skattgreiðenda) sem yrði eytt í annað.

Hvað finnst þér? Fyndið…eða ekki?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!