KVENNABLAÐIÐ

Heimilistónar: „Tími miðaldra kvenna er kominn!“

Sykur er að heyra í þátttakendum forkeppni Söngvakeppninnar í ár og verður að segjast eins og er að lögin eru hvert öðru flottara og verður erfitt að kjósa besta lagið sem mun fara út fyrir Íslands hönd til Portúgal í maí. Ert þú búin/n að mynda þér skoðun á hvaða lag þú munt kjósa?

Þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir mynda Heimilistóna og spurðum við þær spjörunum úr!

Auglýsing

Hvernig kom til að þið eigið lag í forkeppni Eurovision í ár?

Þessi hugmynd kom upp fyrir nokkrum árum og við sendum inn lag sem komst ekki í keppnina þá. Í sumar kom þetta upp í umræðu við vinkonu okkar Maríu Hebu Þorkelsdóttur leikkonu. Hún hvatti okkur mjög til að senda aftur inn lag, því nú væri tíminn okkar kominn. Við hrifumst með sterkum innblæstri hennar og slógum til.

Um hvað fjallar lagið?

Lagið er um konu sem er að undirbúa saumaklúbb fyrir vinkonur sínar og rifjar í leiðinni upp minningar um hvernig þær hafa stutt hver aðra í gegnum tíðina. Þetta er týpískur vinkonuhópur sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt saman og verður tengdari eftir því sem tíminn líður.

Hver er ykkar  bakgrunnur í tónlist – og hvernig spilar leiklistin inní?

Við stofnuðum Heimilistóna fyrir 20 árum þegar við vorum að vinna saman í Þjóðleikhúsinu.

Hvernig líst ykkur á að taka þátt í Eurovision?

Okkur líst rosalega vel á það og ægilega gaman að taka þátt í keppninni og prófa eitthvað nýtt. Mikið stuð.

Auglýsing

Hvað myndi það þýða fyrir ykkur að fara áfram fyrir Íslands hönd?

Það væri fyrst og fremst mikil upplifun og gleði. Hvort það þýddi eitthvað fyrir framtíð Heimlistóna verður að koma í ljós og skiptir okkur í raun ekki svo miklu máli. Við erum bara ákveðnar í að vera landi og þjóð til sóma ef við komumst alla leið. Okkur finnst líka tími miðaldra kvenna vera kominn!

heimliistonar for

Hvaða lag finnst ykkur sigurstranglegast…fyrir utan ykkar að sjálfsögðu!

Okkur finnst Ari Ólafsson eitthvað svo flottur með lagið hennar Þórunnar Ernu Clausen. Ef við förum ekki alla leið þá viljum við hann!

Smelltu HÉR til að fara inn á Facebooksíðuna þeirra…

…og hér má sjá nýja myndbandið við lagið þeirra!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!