Hæ, mig langar að gefa blóð en er hrædd um að blóðið mitt sé ekki nógu gott þar sem ég borða ekki nægilega hollt. Ef ég myndi borða mjög hollt í viku, væri það nægur tími til þess að blóðið mitt væri orðið gott og nothæft? Ég er 18 ef það skiptir máli. Afsakið ef þetta er skrýtin spurning.
Auglýsing
sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Þú skalt ekki hika við að hafa samband við blóðbankann og sækja um að gerast blóðgjafi. Þau sjá svo um að skima og athuga með þér hvort þú það henti þér að gerast blóðgjafi. Allar frekari upplýsingar færðu á síðunni þeirra hér http://www.blodbankinn.is/blodgjafar/
Gangi þér vel