KVENNABLAÐIÐ

Taívanskur maður skilur við konu sína því hún baðaði sig aðeins einu sinni á ári

Taívanskur maður hefur nú sótt um skilnað við eiginkonu sína eftir að hafa ásakað hana um ofbeldi vegna hreinlætisvenja, eða skort á þeim öllu heldur. Konan sem heitir að fyrsta nafni Lin, baðaði sig einu sinni á ári og burstaði tennur og þvoði hárið bara stöku sinnum.

Eftir brúðkaupið var enginn vafi á snyrtimennsku Lin, hún hafði farið vikulega í bað, en eftir giftingu versnaði ástandið. Hún fór í sturtu einu sinni í viku og maðurinn gat hreinlega ekki meira. Stunduðu hjónin kynlíf einu sinni á ári og varð þeim ekki barna auðið.

Auglýsing

Hjónin voru bæði atvinnulaus en hélt maðurinn því fram að konan hefði komið í veg fyrir að hann stundaði vinnu: „Ég hefði getað fengið vinnu sem næturvörður en hún heimtaði að ég væri heim aða sjá um tengdaföður minn.“ Móðir konunnar borgaði daglega neyslu en þau komust vart af: „Við vorum fátæk, hvorugt hafði vinnu“ en hann segist ekki hafa geta greitt sjúkratryggingar eða farið til tannlæknis.

Árið 2015 flutti maðurinn út og fann sér vinnu. Þá kom Lin og mætti á nýja vinnustaðinn mánuði eftir að hafa heimtað skilnað. Segir hún þó að maðurinn hafi verið lygari og foreldrar hennar hafi komið fram við hann sem son. Hann hafi ekki svarað símtölum hennar og þess vegna hafi hún mætt á vinnustað hans. Hún hafi sent honum peninga en ekkert hafi gengið upp.

Auglýsing

Ástæða skilnaðarins var að hans sögn deilur vegna vinnu, skyldur á heimilinu og óhreinlæti konunnar. Eftir tveggja ára fjarveru frá hvort öðru var auðséð að hjónabandið myndi ekki ganga upp, skv Taipei Times. 

Dómari samþykkti skilnaðinn, en Lin getur enn áfrýjað úrskurðinum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!