KVENNABLAÐIÐ

Drukkinn farþegi tók leigubíl í gegnum þrjú lönd á nýársnótt: Það endaði ekki vel

Maður sem var að skemmta sér á nýársnótt í Kaupmannahöfn í Danmörku tók leigubíl þaðan til Oslóar í Noregi og reyndi svo að stinga af frá reikningnum sem hljóðaði upp á sem samsvarar 232.000 ISK. Tók hann leigubílinn frá Danmörku til Noregs í gegnum Svíþjóð.

Auglýsing

Eftir að leigubílsstjórinn skilaði honum nálægt heimili hans í Abildsø hverfinu í Osló stakk hann af. Leigubílsstjórinn, sem var að sjálfsögðu æfareiður, hringdi í lögregluna sem skömmu síðar fann hann sofandi í rúminu sínu. Hann var snarlega hristur og vakinn og látinn borga þessa óhemju dýru leigubílaferð.

drukk kort

Vidar Pedersen frá Oslóarlögreglunni sagði í viðtali við NRK : „Bílstjórinn sá manninn hverfa inn í íbúðina sína. Við gátum svo náð sambandi við manninn, en hann var steinsofnaður.“

Auglýsing

Til að bæta gráu ofan á svart brann rafgeymir leigubílstjórans yfir þegar hann eyddi mörgum klukkutímum í að eltast við manninn og beið fyrir utan hús hans. Þurfi hann því að fá hjálp….sem hefur sennilega ekki verið skemmtilegt á miðri nýársnótt.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!