KVENNABLAÐIÐ

Dýrustu vodkaflösku heims stolið af dönskum bar

Danska lögreglan rannsakar nú stuld á vodkaflösku sem ku vera sú dýrasta í heimi, en hún er metin á sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna. Flaskan sem gerð er úr gulli og silfri með demöntum á tappanum var lánuð til knæpu í Kaupmannahöfn sem hafði ýmsar forláta flöskur til sýnis.

Auglýsing

Bareigandinn, Brian Ingberg, segir að flöskunnar hafi m.a. verið getið í hinum heimsfrægu þáttum House of Cards.

Auglýsing

Myndavélar sýndu þjófinn grípa Russo-Baltique vodkann og flýja svo barinn. Lögreglan segir að ekki sé alveg ljóst hvort þjófurinn hafi brotist inn eða haft lykil. Brian, eigandi Cafe 33, segir að hann hafi fengið flöskuna lánaða frá lettneska Dartz Motor fyrirtækinu: „Hún var í minni umsjá í sex mánuði.“ Rússneski lúxusbílaframleiðandinn er sagður hafa framleitt vodkann til að upphefja orðstír fyrirtækisins.

Leonard Yankelovich, stofnandi Dartz, segir í viðtali við BBC að hann sé vongóður að fá flöskuna til baka.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!