KVENNABLAÐIÐ

Hvetja alla til að mæta í svörtu á Golden Globe hátíðina til að mótmæla kynferðisofbeldi

Eins og varla hefur farið framhjá neinum var lok árs 2017 markað af frásögnum fólks í ýmsum kimum atvinnulífsins, m.a. í sjónvarps- og kvikmyndageiranum. Samtökin Time’s Up eru nú að berjast gegn ógeðfelldri kúgun kvenna og berjast þær fyrir breytingum. Stofnunin tók til starfa í október 2017 en þann 1. janúar voru þau opinberlega stofnuð. Þar eru leikkonur á borð við Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og fleiri.

Auglýsing

Meðlimir samtakanna hafa verið að hittast og halda námskeið og er markmiðið að draga þá til ábyrgðar sem hafa haldið fram óhugnanlegri og óviðurkvæmlegri hegðun á borð við hegðun Harvey Weinstein í gegnum áratugi.

Auglýsing

Golden Globe hátíðin fer fram á næstunni og biðla þau til allra að vera í svörtum klæðnaði til að mótmæla og vekja athygli á málsstaðnum. Vilja þau einnig stofna sjóði fyrir fórnarlömb til að leita réttar síns, óski þau þess. Meðlimur Time’s Up, Maria Eitel, segir: „Við viljum koma saman, ekki til að væla eða kvarta eða segja sögu. Við komum saman því við ætlum að taka til hendinni.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!