Það er gott að minna sig á að ofhugsanir um okkur sjálf og aðra sem valda okkur vanlíðan eða óþægindum eru oftast ekki rétt túlkun á raunveruleikanum. Æfa, æfa, æfa sig í að muna það
Alltaf og út lífið
En þegar kastið er búið þá vitum við að það sem við vorum að hugsa var ekki rétt og það er bara engin skömm vegna þess. Hún er huglæg en á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Bara svona eins og að vera með engil og djöful á öxlunum. Þegar kvíðinn tekur yfir þá hvíslar djöfullinn að okkur óraunhæfum hugmyndum. En um leið og engillinn nær að stoppa hann þá þarf að muna að minna sig á að þetta var. Nú þurfum við að hugsa um það sem er. Pössum okkur að rífa okkur ekki niður fyrir hugsanirnar sem komu þegar djöfullinn tók yfir. Því það þær eru ekki við. Það eru ekki okkar hugsanir. Nú eru aðrar hugsanir. Núna sjáum við skýrt og hinar hugsanirnar eru ekki til. Hendum þeim í ruslið því þetta er búið. Passa að velta ser ekki upp úr þeim heldur sleppa og einbeita ser að því sem er að gerast núna. Og hvað við getum gert til að láta okkur líða vel núna. Hvað getum við gert núna til að skapa gott andrúmsloft óháð því sem gerðist í gær. Núna er bara núna og við höldum bara áfram
Það sem við segjum og gerum þegar við erum að drukkna í ofhugsunum er ekki það sem okkur raunverulega finnst og er ekki það sem við myndum hugsa og gera í tærri einlægni og hreinskilni við okkur sjálf og aðra. Ef það sem við segjum í þessum kringumstæðum særir einhvern utanaðkomandi eða okkur sjálf. Þá biðjumst við afsökunar. Ræðum málin. Tölum um ofhugsanirnar og vinnum út frá því. Um leið og allir vita hvað þeim raunverulega liggur á hjarta. Þá áttum við okkur á því hve fjarlægar ofhugsanirnar eru raunveruleikanum. Svo getum við haldið áfram. Verum hreinskilin við okkur sjálf og aðra og upplýsum þá sem okkur þykir vænt um hvernig okkur raunverulega líður og hvernig við upplifum aðstæðurnar og andrúmsloftið sem umkringir okkur.
Efi og óvissa er ekki góður vinur einstaklings sem er að drukkna í ofhugsunum.
Hreinskilni, einlægni og almenn vitund um hvað sé að gerast í raun veitir manni öryggi. Í framhaldi þróast það út í skilning óháð samþykki. Þegar við sýnum hvoru öðru skilning og fyrirgefum hvoru öðru og setjum fyrri reynslu á bakvið okkur og burt í stað þess að rifja hana upp. Þá er mun auðveldara að leysa vandamálin. Ef við setjum fyrri vandamálin á bakvið okkur tökum við í raun burtu ákveðinn skala af áhyggjum. Í stað þess að hafa áhyggjur af einhverju útaf einhverju sem gerðist áður þá getum við leyft okkur að hafa áhyggjur af því sem er að gerast núna. Og bara núna. Því hitt er ekki til lengur.
Það er ekki raunveruleikinn okkar núna. Við þurfum að geta fyrirgefið okkur sjálfum og haldið áfram. Þannig styrkjumst við. Hægt og rólega. En með hverju skrefi sem við tökum áfram án þess að horfa til baka. Því sterkari verðum við. Því léttara verður það að ná tengslum við þann raunveruleika sem við lifum í núna. Akkúrat núna.
Muna: það sem þú hugsar stjórnar því hvernig þér líður.
Við bregðumst frekar við því sem við hugsum heldur en því sem er raunverulega að gerast. Við þurfum að gera okkur raunverulega grein fyrir aðstæðunum í stað þess að búa til útskýringar á aðstæðunum. Með því að breyta okkar túlkun breytum við einnig þeim tilfinningum sem koma í kjölfarið. Okkar túlkun á eigin hugsunum er oft kolröng. Við hlustum á okkar eigin hugsanir um okkur sjálf til þess að útskýra ákveðna atburði eða aðstæður. En okkar útskyring gefur oft ekki rétta mynd af raunveruleikanum. Hugsanirnar eru búnar til og við túlkum þær sem raunveruleika. En þær voru búnar til. Þær voru ekki til fyrr en þá. Raunveruleikinn er það sem er til. Óháð okkar hugsunum um hann. Það sem við gerum sem manneskjur er að við túlkum og útskýrum sjálf. Við stjórnum því hvernig við upplifum raunveruleikann óháð hvernig hann er í raun og veru. En sannleikurinn er að við stjórnum ekki raunveruleikanum, hann bara er. Hann er til utan okkar túlkunnar en okkar hugsanir um raunveruleikann eru til innan okkar túlkunar. Við búum hann til.
Okkar hugsanir gefa okkur ákveðna mynd af raunveruleikanum og við bregðumst við okkar hugsunum.
Við verðum tilfinningatengd okkar hugsunum sem veldur okkur vanlíðan/vellíðan. En það eru bara hugsanir. Þær eru ekki til utan okkar huga. Ef okkur líður illa yfir ákveðnum hugsunum er það bein vísbending á það að þær hugsanir eru ekki það sem við erum. Þess vegna er líkaminn að streitast á móti. Þess vegna veldur það okkur vanlíðan. Þær hugsanir sem veita okkur vellíðan passa við okkur. Líkaminn samþykir þær. Hugurinn samþykir þær. Engar mótbárur. Bara samþykki.
Bestu hjartans kveðjur, Karen Lind