Í hjónaböndum þar sem annar aðilinn er ADHD einstaklingur getur oft myndast togstreita sem hvorugt hjónanna er fært um að leysa. ADHD einstaklingnum er þá oft kennt um ófarirnar, hann talinn latur, ósamvinnuþýður og sjálfmiðaður. Álag á makann getur orðið mikið og leitt til kulnunar í sambandinu og síðan skilnaðar.
Hvað er til ráða?
Við berum öll ábyrgð á sjálfum okkur. Fyrsta skrefið er að ADHD einstaklingurinn leiti sér hjálpar. Greining er mikilvæg, jafnvel lyfjameðferð auk fræðslu fyrir báða aðila. Hafa þarf í huga að ferlið tekur tíma og góðir hlutir gerast hægt. Nauðsynlegt er að afla sér upplýsinga um hvað ADHD er og hver einkennin eru. Hvað hefur áhrif á einkennin, hvað er hægt að gera til að bæta framistöðu sína.
Lykillinn að velgengni ADHD einstaklingsins:
Liggur í því að hann uppgötvi styrkleika sína og áhugasvið. Reyndin er sú að ADHD einstaklingar geta gert ótrúlega hluti, þegar styrkleikar þeirra og áhugasvið sameinast.
Hann þarf að læra að setja mörk, segja nei þegar þess er þörf, hafa jafnvægi í ástundun áhugamála og vinnu. ADHD einstaklingurinn þarf stuðning og virðingu maka síns.
Hlutverk makans
Makinn þarf að afla sér fræðslu og læra að þekkja og skilja ADHD einkenni maka síns. Það nægir ekki að vita hvað þessi röskun heitir, makinn þarf að læra að skilja hvernig einkennin birtast, hvað hægt er að gera o.s.frv. Mikilvægt er að styrkleikarnir fái að njóta sín og opna dyrnar fyrir nýjum möguleikum.
Saman þurfa þau að:
Finna sameiginlegann flöt og skipta með sér ábyrgð innan heimilis og fjöldskyldu. Aðrir möguleikar eru að fá hjálp inn á heimilið t.d húshjálp, einhvern til að sjá um heimilisbókhaldið og þess háttar. ADHD einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda, ekki niðurrifi eða stöðugum aðfinnslum. Þegar makinn hefur samþykkt og skilið hvernig þetta vinnur allt saman eru góðir möguleikar á að sambandið gangi vel.
Reynslusaga
Linda er frá Kanada. Hjónaband hennar og Duane hafði verið erfitt frá byrjun og var komið í þrot.
Svona var staðan:
Maðurinn hennar með ADHD var orðinn lamaður á heimilinu, hún sá um allt; innkaup, matseld, þrif á heimili, börnin, viðgerðir, garðinn, reikninga og svo mátti lengi telja. Þegar hún bað hann um að gera einhvað átti hann til að gleyma eða fresta framkvæmdinni. Þau áttu nánast ekki samskipti öðruvísi en að rífast. Hann átti aldrei tíma handa eiginkonu sinni hvað þá börnum því hann vann langan vinnudag. Duane hafði verið lækkaður í stöðu í vinnuni og launin lækkuð og hann var farinn að gruna að hann missti vinnuna. Duane hafði skipti oft um vinnu og vegna þess þurftu þau oft að flytja. Einnig átti hann til að hætta skyndilega í vinnu því honum var farið að leiðast.
Félagslega gekk honum illa. Hann átti það til að segja og gera hluti sem litu vandræðilega út fyrir hann og var fólk orðið þreytt á því. Linda var orðin óörugg , örmagna, fannst hún vera vanrækt og virðing hennar fyrir manni sínum þvarr. Hún fann að hjónabandið stefndi í þrot. Hún vildi breytingar.
Hún:
- Fannst hún vera vanrækt og notuð
- Öryggislaus
- Örmagna og áhyggjufull
- Bar litla virðingu fyrir maka sínum
Hann
- Fannst kona sín vera meira móðir sín en eiginkona
- Fannst hann vera gagnslaus og ekki nógu góður
- Sektarkennd
- Óttaslegin um stöðu sína
Og svona er staðan í dag:
Linda og Duane voru skuldbundinn hvort öðru. Hann var ekki tilbúinn að gefast upp. Hann tjáði Lindu að hann vildi fá sér ADHD coach því hann taldi að það myndi hjálpa sér. Linda hafði áhyggjur af kostnaðinum en ákvað að láta það eftir.
Duane lærði um einkenni sín og hvernig þau höfðu áhrif á framistöðu hans í lífinu. Með hjálp ADHD coachins fór hann að taka eftir styrkleikum sínum og áhugasviðum. Hann fann til dæmis út að honum fannst erfitt að vinna í smáatriðum, símtöl gátu verið honum býsna erfið. Hann lærði að skoða hvaða aðferðir hentuðu honum til að ná árangri. Til dæmis skiptust hjónin á að nota bílinn. Þegar hann skilaði bílnum til konu sinnar átti hann yfirleitt lítið bensín eftir. Hann fann það út að til að muna eftir því að taka bensín setti hann það inn í rútinuna hjá sér og tók því bensín alltaf þegar hann fór úr í búð að kaupa í matinn. Þannig kom hann í veg fyrir að skila bílnun bensínlausum til konunar.
Þegar leið á samvinnu Duane og coachins, fékk Linda tækifæri til að fræðast um einkenni mannsins síns. ADHD coachinn hjálpaði henni að skilja einkenni Duane betur, og hvernig þau gátu skipt með sér verkefnum þannig að báðir aðilar væru sáttir.
Duane fór líka að gefa sér tíma til að rækta samband sitt við eiginkonu sína.
Linda fann að vinna eiginmanns síns skilaði miklum árangri og var hætt að sjá eftir kostnaðinum sem hlaust af meðferðinni.
Liðin eru 7 ár síðan og halda þau upp á 22 ára brúðkaupsafmæli sitt í maí á þessu ári.
Ég hitti þau á ADDA ráðstefnuni í Florida fyrir stuttu og var ánægjulegt að sjá hversu náin þau eru.
Þessi grein er eftir Sigríði Jónsdóttur ADHD coach
Veffang: http://internet.is/sirrycoach/
Netfang: sirrycoach@internet.is
Grein Sigríðar Jónsdóttur birtist upphaflega á vef DOKTOR: