Einn vinsælasti spjallþáttur síðari ára, Dr. Phil, hefur neitað ásökunum vegna sláandi skýrslu STAT og fjölmiðilsins Boston Globe sem segja starfsfólk þáttarins hafa leyft og hvatt til neyslu fíkniefna og áfengis fólks sem leitaði til þáttarins til að fá bata við fíkn sinni.
„Þessar greinar gera ekki grein fyrir því hvernig þáttur Dr. Phil virkar. Þátturinn leitast við að hjálpa fólki við eiturlyfja- og áfengisfíknar og eru áhorfendur margar milljónir,“ segir talsmaður þáttanna í viðtali við Fox News. „Við gefum engum gestum eiturlyf né áfengi og allar uppástungur þess efnis eru algert bull. Í 16 ár hefur þáttur Dr. Phil veitt áhorfendum mikilvægar upplýsingar um neyslu með því að deila sögum fólks sem hefur átt í þessari baráttu – að ná tökum á áfengis- og eiturlyfjafíkn. Því miður bregðast fíklar oft illa við þegar fólk er að reyna sem harðast að hjálpa þeim að brjóta þennan vítahring. Þetta er afar hvimleitt, en skiljanlegur hluti hegðunar fíkla á leið til bata. Svik, óheiðarleiki og afneitun eru öll merki fíknarinnar. Allt þetta slítur fjölskyldubönd og vekur upp vandamál þegar við erum að framleiða þættina. Ekkert af þessu mun láta Dr. Phil hætta að leita lausna fyrir þetta fólk – að fræða og upplýsa almenning um baráttuna við fíkniefnadjöfulinn.“
Todd Herzog sem vann raunveruleikaþættina Survivor árið 2007 sagðist hafa fundið bæði vodka og kvíðalyfið Xanax í búningsherberginu sínu.
Kona nokkur sem fram kom í þáttunum sagðist hafa fengið pening frá starfsmanni þáttarins til að kaupa heróín fyrir frænku sína sem var í fráhvörfum.