Fjölskylda nokkur fór út að borða á dögunum á Frankie & Benny’s og fékk fjögurra ára dóttir þeirra áfengan kokteil í stað áfengislauss. Stúlkan hafði drukkið einn þriðja af drykknum þegar hún sagði að hann „væri ekki góður“ segir pabbi hennar. Mark Thomas, 33, og unnusta hans og barnsmóðir Kathryn Wilson, 29, voru með dóttur sinni Evelyn, fjögurra ára úti að borða um daginn.
Faðir Evelyn er afskaplega reiður þar sem hann sá dóttur sína „drukkna og þunna“ daginn eftir.
Foreldrarnir héldu að hún væri bara „með stæla“ og hvöttu hana til að drekka meira af því sem þau töldu vera blandaðan ávaxtadrykk sem kallaðist „fruity sunrise.“ Þjónninn kom svo og baðst innilegrar afsökunar á mistökunum.
Evelyn gat ekki labbað beint, sagði fúla brandara og hló með sjálfri sér í baðherbergisspeglinum eftir kokteilinn sem innihélt vodka, ferskjusnafs og appelsínu- og trönuberjadjús.
Frankie & Benny’s hafa beðist afsökunar á mannlegum mistökum og segjast framvegis ætla að framreiða drykkinn í plastglösum til að þessi mistök eigi sér ekki stað aftur, en þetta átti sér stað þann 20. desember síðastliðinn.
„Við héldum bara að hún væri með stæla af því henni líkaði ekki drykkurinn. Hún drakk samt einn þriðja. Þjónninn kom og hún var gráti næst þegar hún sagðist óvart hafa gefið Evelyn kokteil. Við Katryn litum á hvort annað og trúðum þessu ekki.“
Marc var hissa en kurteis gagnvart þjóninum en sagðist ætla að fylgjast með Evelyn. Hún spurði oft hvað hún gæti gert, en allt virtist vera í lagi þar til hún þurfti að nota klósettið: „Hún labbaði beint á stólpa þegar ég var að athuga hvort hún gæti labbað beint. Hún fór svo á klósettið en horfði bara í spegilinn og hló og sagði brandara. Þetta hefði verið eðlilegt af fjögurra ára barni, en við vissum betur.“
Þau pöntuðu hvítlauksbrauð til að reyna að minnka áhrifin en þau urðu hrædd: „Hún gat ekki borðað brauðið svo við gáfum henni ís, þar sem alkóhól minnkar blóðsykursmagnið en hún gat ekki komið honum niður.“ Þau fóru svo með hana heim til að athuga hvort hún gæti sofið þetta úr sér en hringdu svo í neyðarlínuna til að athuga vhort hún ætti að fara á sjúkrahús.
Þeim var ráðlagt að koma með hana, en þá var hún sofnuð. Hjúkrunarstarfsfólk reyndi að vekja hana en ekkert gekk: „Þau framkvæmdu svo próf á henni og niðurstaðan var að ekkert alvarlegt væri að. Hún væri bara eilítið kennd og við ættum að fylgjast með henni.“
„Þau sögðu að hún myndi verða með timburmenn. Ég trúði þessu varla. Hún er fjögurra ára og með sína fyrstu timburmenn. Næsta dag var hún með höfuðverk og við gáfum henni mikið að drekka. Í vikunni áður hafði hún verið á sýklalyfjum þannig við töldum að þetta gæti farið á versta veg.“
Veitingastaðurinn hefur beðist innilegrar afsökunar og bætt fjölskyldunni þetta upp.