Elisa Lam var 21 árs háskólanemi og fannst hún látin í vatnstanki Cecil hótelsins í Los Angeles, Kaliforníuríki árið 2013. Furðulegar staðreyndir í þessu sakamáli náðu athygli allrar þjóðarinnar. Lík hennar fannst þegar hótelgestir kvörtuðu undan lágum vatnsþrýstingi og furðulegu bragði af vatninu, sem leiddi til þess að starfsmenn rannsökuðu vatnstankinn uppi á þaki. Þar fundu þeir lík Elisu sem var nakin, fötin hennar, úr og hótellykillinn voru í tankinum. Farsíminn hennar fannst aldrei. Dánardómstjóri úrskurðaði lát hennar drukknun.
Elisa ferðaðist til L.A. frá Vancouver í Kanada ein og týndist rétt eftir að hún hafði tékkað sig inn á Cecil hótelið. Eftir að lögreglan hafði leitað í heila viku að vísbendingum gáfu þeir út síðasta myndbandið sem náðist af henni. Það var innan úr hótellyftunni. Margir vildu ráða í furðulega hegðun hennar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Elisa ýtir á alla takkanna í einu, svo hikandi kíkir hún út á ganginn og horfa snöggt fram og til baka áður en hún bakkar aftur inn og sest í hornið.
Lyftudyrnar lokast ekki. Hún kíkir út aftur og fer fram á gang. Hún stendur til hliðar og virðist tala við einhvern þar þrátt fyrir að endinn sjáist á myndbandinu. Svo fer hún alveg og lyftudyrnar lokast.
Sumir segja að hún hafi verið að taka lyf sem hafa valdið ofskynjunum, aðrir segja að hún hafi verið að fela sig fyrir ofbeldismanni. Dauði hennar hefur einnig verið tengdur kóreskum lyftuleik sem felst í að ýta á takkana í einhverri sérstakri röð til að komast í aðra vídd.
Líklegast er þó að Elisa hafi hætt að taka lyfin sín, en hún var greind með geðhvarfasýki. Hún tók örvandi lyfin sín en ekki jafnvægislyfin. Hún gæti hafa farið í „maníu“ sem getur leitt til ofskynjana. Kannski ímyndaði hún sér að einhver væri að elta hana og hún faldi sig í vatnstankinum.
Sú útskýring segir þó mörgum ekki allt. Það er erfitt að komast í slíkan vatnstank, þeir eru á þaki hótelsins og aðeins starfsfólk hefur aðgang. Ef hún hefði notað neyðarútganginn hefði öryggiskerfið farið af stað. Einnig hefði hún þurft stiga til að komast upp í hann en það var enginn sjáanlegur eftir að líkið fannst. Lokið var einnig á hjörunum, sem vekur upp spurningar ef lokið var læst, hvernig komst hún upp?
Svo er einnig saga hótelsins merkileg. (Því hefur verið lokað núna). Raðmorðinginn Richard Ramirez — aka the Nightstalker — bjó þar árið 1984 á meðan hann slátraði 13 manns. Mörg sjálfsvíg hafa verið framin á hótelinu, m.a. eitt þar sem stökkvari féll ofan á gangandi vegfaranda og báðir létust.
Yfirnáttúruskýringar hafa lifað góðu lífi einnig, sérstaklega vegna þess hvernig Elisa hegðaði sér í myndbandinu. Sumir segja að mínúta sér horfin úr meðfylgjandi myndbandi.
Svo er enn ein furðuleg tilviljun: Berklalyf var fundið upp rétt hjá Cecil…og það hét: LAM-ELISA. Engar tengingar eru augljósar en þær auka enn á dulúðina í kringum dauða Elisu Lam.