Leikarinn Ben Affleck hefur ekki átt mjög gott ár 2017. Hann hefur nú tékkað sig inn í þriðju meðferðina á aðeins örfáum mánuðum, nú í Passages meðferðarsetrið í Malibu, Kaliforníuríki.
Hinn þriggja barna 45 ára faðir sást þar í gönguferð með meðferðarhópnum þann 10 desember síðastliðinn. Passages er ein dýrasta meðferðarstöð í Bandaríkjunum og kostar meðferðin um 10.000 dollara (rúma milljón ISK) Notar meðferðarstofnunin ekki 12 spora kerfið og er frekar óhefðbundin í nálgun alkóhólista. Þrátt fyrir að hún sé umdeild hefur bróðir hans, Casey Affleck og hans fyrrverandi Jennifer Garner verið mjög styðjandi: „Ben féll…Jen og Casey eru til í að reyna allt, þeim er sama um umdeildar aðferðir,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar. „Ben þarf stöðugan stuðning, þétt stuðningsnet til að halda sér edrú.“
Ben má yfirgefa stöðina hvenær sem er til að sinna sínum málum eða hitta fjölskylduna eða kærustuna Lindsay Shookus. „Hann er mjög helgaður fjölskyldunni sinni og það hefur ekkert breyst. Að eiga við þennan sjúkdóm er eitthvað sem hann þarf að vinna að það sem eftir er og hann er mjög einbeittur núna.“