Flestir vita að áfengi og eiturlyf eru daglegt brauð í Hollywood, og hefur verið hluti af „lífsstílnum“ í langan tíma. Hér er listi með þeim leikurum og leikkonum sem kann að koma þér á óvart.
Byrjum á Jack Nicholson í Easy Rider. Óskarsverðlaunaleikarinn hefur verið villtur í mörg ár. Áfengis- og eiturlyfjaneysla hans hefur oft orðið tilefni til gríns á hans kostnað. Robin Williams sagði einu sinni að Jack væri eini maðurinn í heimi sem gæti látið Keith Richards vilja pakka saman og fara að sofa. Við tökur á Easy Rider, þegar verið var að taka senuna með varðeldinum var Jack að reykja alvöru jónur. Í hvert skipti sem nýtt sjónarhorn var nauðsynlegt fíraði hann upp í nýrri jónu, sem leiddi til þess að hann varð alveg útúr ruglaður.
Matthew Perry í Friends.
Matthew hefur verið opinn vegna lyfjaneyslu sinnar á tíunda áratugnum, sérstaklega við tökur á Friends þáttunum. Tók hann Vicodin daglega og segist ekki muna eftir þremur árum við tökur þáttanna.
Wesley Snipes – Blade III
Meðleikari Wesleys Patton Oswalt sagði að hann hefði setið í húsbílnum sínum allan daginn að reykja gras.
Robert Downey Jr. – Less Than Zero
Robert hefur verið opinn vegna neyslu sinnar og hefur hann einnig setið inni vegna slíkra mála. Áður en hann lék í Less Than Zero, þar sem hann lék einmitt fíkil, djammaði hann allaf eftir vinnu og allar helgar. Hann var því í algerum takti við aðalpersónuna.
Carrie Fisher – The Empire Strikes Back
Áður en hún lést talaði Carrie opinskátt um baráttuna við bakkus. Hún sagðist hafa notað kókaín við tökur á The Empire Strikes Back, ísplánetunni, og hún tók víst hvað sem var til að fara í vímu.
Gunnar Hansen – The Texas Chainsaw Massacre
Gunnar, sem er íslenskur, lék Leatherface í upprunalegu myndinni Texas Chainsaw Massacre. Hann át hasskökur allan tímann meðan hann var að sveifla keðjusöginni.
Ethan Embry – Can’t Hardly Wait
Ethan var svo freðinn allan tímann við tökur myndarinnar Can’t Hardly Wait, að hann vissi aldrei um hvað myndin fjallaði. Hann las aldrei handritið í heild og hefur aldrei horft á alla myndina.
Heimild: Throwbacks.com