„Linnemanns Jomfrukloster“ í Danmörku hafði hug á að hjálpa jómfrúm (hreinum meyjum) stuðning í formi húsnæðis og fjár. Voru fimm laus pláss, en engin kona sótti um og félagið hafði ekki fregnir af neinum. Var viðmiðið að konur ættu að vera: „einhleypar, verðugar og hafa ekki stundað kynlíf.“
Þar sem engin sótti um breyttu þau viðmiðunum, þar sem þess var ekki lengur krafist að þær hefðu ekki stundað kynlíf. Linnemans klaustrið var stofnað á 19. öld með því markmiði að hjálpa konum yfir fertugt, sérstaklega með því að bjóða þeim húsnæði.
Talsmaður stofnunarinnar Josée Linnemann segir í viðtali við Local: „Það eru víst ekki margar hreinar meyjar yfir fertugt í Danmörku. Við létum þær ekki fara í læknisskoðun en viðmið okkar voru óraunhæf. Ég gæti kannski talist vera einhverskonar femínisti, en mér finnst frábært að bjóða konum aðstoð sem hafa kannski aldrei fengið tækifæri á menntun eða vinnu.“
Eins og áður sagði hefur klaustrið hætt við að auglýsa aðstoð í þessu formi. Kannski var hægt að finna slíkar konur á nítjándu öld en í dag þykir það harla ólíklegt.