KVENNABLAÐIÐ

Kosinn „ljótasti maður ársins“ í fjórða sinn

Allir hafa sína galla og kosti. Sumir hampa þó þessum göllum, líkt og William Masvinu frá Epworth í Zimbabwe í Afríku, því hann hefur lifibrauð sitt af því að vera „ljótur.“ Í fjórða sinn var hann kosinn „ljótasti maður ársins 2017″ og gæti hann ekki verið stoltari.

Auglýsing

William er sérstaklega stoltur í ár því í fyrra tapaði hann fyrir öðrum ómyndarlegum manni. Að taka þátt í svona ljótukeppni tekur heilmikinn tíma og undirbúning, rétt eins og fegurðarsamkeppnir. Þessi 43 ára atvinnulausi maður mun nú undirbúa sig undir Mr. Ugly World heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Suður-Afríku á næsta ári.

ljot1

Auglýsing

„Ég er mjög ánægður að hafa endurheimt titilinn, en í þetta sinn kom ég vel undifrbúinn. Það efast enginn um að ég er ljótasta mannveran í Zimbabwe. Ég get nú farið með ljótleikann úr landi. Ég veit að ef ég tek þátt í Mr. Ugly World mun Zimbabwe bera sigur úr býtum.“

Í ár vann William 500 dollara (um 52.000 isk) og eina kú.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!