Hvernig væri ef fólk sýndi aðeins meiri samkennd í verki gagnvart náunganum? Fyrir um tveimur vikum var Ehab Taba, 26 ára maður frá Kanada á ferð í neðanjarðarlestinni í Vancouver. Þar var maður sem var virkilega truflaður, annað hvort af völdum eiturlyfja og/eða andlegra vandamála. Fór hann að öskra, bölva og ógna fólkinu í kringum sig. Fólk byrjaði að færa sig til að verða ekki fyrir eða nálægt manninum.
Þá rétti kona um sjötugt út hendina og tók hönd hans í sína. Maðurinn róaðist á ótrúlega skömmum tíma þar til hann sagði: „Takk, amma“ og fór út úr lestinni. „Það var ótrúlegt hvað hann róaðist á sekúndubroti. Hann sökk niður í gólfið með augun full af tárum.“
Ehab var virkilega hrærður af þessu góðverki konunnar, og tók meðfylgjandi mynd.
Hann talaði við konuna á eftir og hún sagði: „Ég er mamma, hann þurfti bara að vera snertur“ og svo fór hún að gráta. Hún var mjög hugrökk. Hún tók sénsinn þegar enginn annar gerði það og hann hafði penna í hönd, hann hefði jafnvel getað stungið hana. Hún sagði að það væri mikilvægara að hann væri ekki svona einn í heiminum.“
Heimild: HuffPost Kanada