KVENNABLAÐIÐ

Þvoglumæltur Trump vekur kátínu um allan heim

Í sögulegri útsendingu Donalds Trump þar sem hann viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels virtist eitthvað gerast hjá honum þegar líður á ræðuna. Heyra má gjörla að einkum síðasta setningin „God Bless America“ hljómar eins og úr munni annars manns. Eða að hún sé spiluð hægt.

Auglýsing

Þrátt fyrir mikilvægi ummælanna hefur þvoglumælgið vakið jafn mikil ummæli. Sumir segja að forsetinn hljóti að hafa verið drukkinn, en hann hefur einatt lýst því yfir að hann sé bindindismaður, eftir að bróðir hans varð heltekinn af alkóhólisma. Donald segist aldrei hafa bragðað dropa. Eina rökrétta skýringin er sú að maðurinn sé með gervitennur og þær hafi einhvernveginn losnað. Eða þá að munnur hans hafi hreinlega ofþornað.

Auglýsing

Margir hafa bent á að það þurfi enga skemmtiþætti í Bandaríkjunum, maðurinn sem kosinn var af þjóðinni, sé alger trúður og hafi ekkert fyrir því. Til dæmis má nefna niðurlag tvíts sem endaði á „covfefe“ sem er að sjálfsögðu orðleysa en það orð er nú til í orðabókum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!