KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess Vilhjálmur prins verður ekki svaramaður Harrys í brúðkaupinu

Þeir eru bræður og bestu vinir. Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar eru báðir búnir að finna draumakonuna, Vilhjálmur í Kate Middleton og Harry í Meghan Markle. Bresk konungsbrúðkaup eru þó ólík öðrum „venjulegum“ brúðkaupum vegna þess þau hafa engan svaramann eða -konu. Samkvæmt Marlene Koenig, sérfræðingingur í bresku og evrópsku kóngafólki, er hinn hefðbundni svaramaður kallaður „styðjandi“ og telur hún að Vilhjálmur verði án efa stuðningsmaður Harrys.

Auglýsing

Faðir þeirra, Karl Bretaprins bað Andrew og Edward prinsa að vera sínir „stuðningsmenn“ þegar hann giftist Díönu árið 1981.

Kate Middleton verður sennilega ekki þátttakandi í brúðarveislu Meghan. Ástæða þess er að þær hafa hist allt of sjaldan og Kate hefur ekki áhuga á að taka athyglina frá brúðinni og brúðgumanum. Hún passaði upp á slíkt í brúðkaupi systur sinnar, Pippu, í maí síðastliðnum: „Kate vill vera í bakgrunninum eins mikið og hægt er,“ segir sérfræðingurinn.

Auglýsing

Það er samt líklegt að brúðarsveinn og brúðarmeyj verði George og Charlotte, litlu frændsystkin Harrys, börn Vilhjálms og Kate. Vilhjálmur er afskaplega spenntur fyrir hönd litla bróður: „Við óskum þeim alls hins besta. Við erum mjög spennt fyrir þeirra hönd.“ Svo grínaðist hann: „Persónulega vona ég að hann muni halda sig frá ísskápnum mínum og hætti að hamstra matinn minn, sem hann hefur aðhafst síðastliðin ár!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!