Nokkrum dögum eftir að ofuraðdáandi Angelinu Jolie rataði í heimsfréttirnar með skelfilegum afleiðingum hafa nú tvíburar ratað af sömu ástæðu í fréttirnar: Þeir hafa ofurást á Brad Pitt og fóru sameiginlega í fullt af lýtaaðgerðum til að líkjast átrúnaðargoði sínu.
Matt og Mike Schlepp frá Arizonaríki í Bandaríkjunum hafa eytt rúmlega tveimur milljónum í að breyta útliti sínu. Báðir fóru í nefaðgerðir og fengu ígræðslu í kinnarnar og kjálka. Þeir þurftu líka að fá beinar og fínar tennur með hjálp spanga og hvíttunar, sem var þó ekki þrautalaust þar sem þeir gátu hvorugur borðað í marga mánuði vegna þess.
Komu þeir fram í þætti á MTV, I Want A Famous Face. Matt er ánægður og segir: „Ég myndi gera þetta aftur, þessvegna 10 sinnum. Þetta hefur hjálpað mér að ná í stelpur. Þær glápa á mig og hvíslast á um mig. Fyrrverandi kærustur hafa sagst „vilja gráta“ þegar þær sjá breytinguna á mér. Ef það lætur þér ekki líða vel, hvað þá?“
Mike segir: „Ég vissi ekki að ég gæti ekki verið svona hamingjusamur. Ég er á toppi heimsins. Farðu í lýtaaðgerð ef þú ert óánægður með eitthvað í fari þínu.“