KVENNABLAÐIÐ

Kona tók mynd af fjölskyldu og grunaði ekki hversu mikilvæg hún væri

Oft er sagt að lítið góðverk geti orðið að einhverju stærra og margir hafa notið góðs af góðverkum annarra. Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir hvað það litla sem við gerum getur verið stórt í augum annarra. Það kann að vera lítilvægt fyrir okkur en þýtt eitthvað afar þýðingarmikið fyrir aðra.

Auglýsing

Í þessu tilfelli var það einmitt svo. Joyce Rhinehart í Columbus, Ohioríki í Bandaríkjunum var úti með barnabarninu sínu einn síðsumardag. Hún ákvað að bjóða honum upp á ís eftir tennisæfingu. Þegar þau voru við það að fara sá hún glaðværa fjölskyldu vera einnig að fá sér ís. Hún ræddi við þau og spurði hvort hún ætti að taka mynd af þeim.

Seinna í Facebookfærslu sagði hún: „Það var eitthvað sem hvatti mig til að taka mynd af þeim. Þau hikuðu ekki eitt augnablik og voru ánægð.“ Eftir að hún tók myndina rétti hún dótturinni símann svo hún gæti sent myndina sem myndskilaboð í símann hennar.

Vika leið hjá og allt í einu fékk hún skilaboð frá nafnlausum sendanda sem sagði: „Sæl kæra frú,  þú tókst mynd af okkur fyrir utan ísbúð þann 8.júní síðastliðinn. Konan mín lést í gær og þetta er síðasta myndin sem við eigum saman sem fjölskylda. Vinsamlega þáðu mitt innilegasta þakklæti, þetta skiptir mig öllu. Ég þakka þér frá mínum dýpstu hjartarótum.“

Auglýsing

ís 2

Joyce sendi skilaboð aftur og nokkur skilaboð gengu á milli. Eiginkonan og móðirin hafði verið að eiga við illvígan sjúkdóm síðastliðið ár. Hún var afar hrygg að heyra hinar slæmu fréttir en var jafnframt þakklát að hún gat gert eitthvað dýrmætt fyrir fjölskylduna.

Joyce segir á Facebook: „Aldrei vanmeta einfalt góðverk. Hjarta mitt engist um vegna þessarar yndislegu fjölskyldu sem ég þekkti ekki neitt. Þau fengu samt frábæra gjöf því ég hlustaði á innsæið þennan dag. Ég er agndofa!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!