Orðrómurinn um framhjáhald Jay-Z er ekki lengur orðrómur, heldur hefur rapparinn nú opinberlega viðurkennt að hafa ekki verið við eina fjölina felldur í sambandinu. Segir Jay-Z í viðtali við T: The New York Times Style Magazine: „Þú veist, flestir hafa sig bara á brott, og skilnaðartíðnin er um 50% eða eitthvað því fólk vill ekki horfast í augu við sig sjálft. Það erfiðasta er að sjá sársaukann í augum þess sem þú sveikst og þú þarft að eiga við hann sjálfur. Og, þú veist, flestir vilja ekki gera það. Þú vilt ekki skoða þig hið innra. Þannig þú hefur þig á brott.“
Hélt hann svo áfram og sagðist hafa farið í gegnum afar erfitt tímabil með eiginkonu sinni, Beyonce og að heyra lögin hennar af plötunni Lemonade hafi verið „virkilega, virkilega óþægilegt.“
Jay sagðist einnig hafa spilað nýjustu plötuna sína fyrir hana, 4:44, áður en hún var gefin út. Er hún mjög persónuleg og það hjálpaði þeim að komast í gegnum ringulreiðina, segir hann, þrátt fyrir óheiðarleikann: ~Við vorum að nota listina okkar sem meðferðarform.“
Þrátt fyrir allt segir hann sambandið vera á betri stað núna, eftir allt sem á undan er gengið. Þau séu bæði stolt af sínum listaverkum, þ.e. plötunum þeirra og tónlistinni: „Í lok dags höfum við heilbrigða virðingu fyrir hæfileikum hvors annars. Mér fínnst hún algerlega dásamleg.“