Eflaust hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni í dag að Harry Bretaprins og Suits leikkonan Meghan Markle opinberuðu trúlofun sína. Brúðkaupið ku fara fram vorið 2018. En af hverju eru þau að flýta sér svona mikið?
Í Bretlandi gilda þær reglur að Meghan (sem heitir í raun RACHEL Meghan!) getur fengið vegabréfsáritun sem unnusta ef brúðkaupið fer fram innan sex mánaða. Til að fá vegabréfsáritun þarf „ábyrgðarmaðurinn og umsækjandinn að staðfesta að þau muni ganga í hjónaband innan sex mánaða tímabils.“
Um leið og parið er gift gera lögin ráð fyrir að Meghan megi ekki vinna í heimalandinu í hálft ár, þ.e. sex mánuði. Meghan er hætt í þáttunum Suits og fluttist til London í síðasta mánuði.
„Umsækjendur þurfa að sækja um giftingar-vegabréfsáritun þegar þau eru gift,“ segir í lögunum. „Ef það stenst getur það haldið í 60 mánuði, og þarf að endurnýjast á 33. mánuði áður en umsækjandinn fær að sækja um ríkisborgararétt í Bretlandi.“
Þrátt fyrir að lögin geti orðið þeim fjötur um fót, hafa sumir að sjálfsögðu giskað á að Meghan sé með barni. Harry og Meghan hittust í London í júlí 2016 og staðfestu samband sitt í nóvember sama ár. Þau sáust í fyrsta sinn saman opinberlega á árlegum Invictus leikum í haust. Móðir Meghan, Doria Radlan, var einnig á staðnum.
„Við erum ótrúlega hamingjusöm fyrir þeirra hönd,“ segja foreldrar Meghan,Thomas Markle og Doria Radlan í yfirlýsingu. „Dóttir okkar hefur alltaf verið indæl og ástrík manneskja. Að sjá sameiningu hennar og Harry, sem deila mörgu saman, er uppspretta mikillar gleði hjá okkur sem foreldrum. Við óskum þeim ómældrar hamingju og hlökkum til að sjá þau blómstra saman í framtíðinni.“
Meghan var áður gift leikaranum Trevor Engelson frá árunum 2011 til 2013.