Tælensk móðir þekkti ekki 22 ára son sinn sem fór í dramatískar lýtaaðgerðir í Suður-Kóreu fyrir vinsælan sjónvarpsþátt. Þegar þú sérð fyrir-og-eftir myndirnar er það vissulega skiljanlegt.
Noppajit Monlin er 22 ára verkamaður í Tælandi sem alltaf hefur skammast sín fyrir skakkan kjálka, slæma húð og aðra sjáanlega galla í andliti. Í vinnunni vildi hann ekki vera í kringum fólk og borðaði hádegisverðinn einn, því hann vildi ekki vera aðhlátursefni. Þegar hann var valinn í þáttinn“Let Me In” sem er vinsæll í Suður-Kóreu og er einnig í Tælandi, vissi hann að líf hans gæti breyst.
Monlin flaug til Suður-Kóreu þar sem hann undirgekkst margar aðgerðir og lítur hann út sem annar maður í dag. Vegna kjálkans átti hann til að slefa mikið og fékk hann einnig botox til að hjálpa honum við það. Fór hann til ótal lækna, þ.á.m. húðlækna sem unnu með slæma húð hans. Eftir þriggja mánaða dvöl var hann svo ótrúlega breyttur að mamma hans þekkti hann ekki.
Í þættinum Let Me In Thailand sést hinn „nýi“ Noppajit Monlin sitja á næsta borði við móður sína á veitingastað, en hún er að bíða eftir að hann komi: „Ég sakna hans svo mikið,“ segir konan með tárin í augunum við myndavélina og svo stendur Noppajit upp og gengur til hennar: „Mamma, manstu eftir mér? Sjáðu mig“ segir hann og hún svarar: „Ert þetta þú? Er þetta raunverulega þú?“ Konan trúir þessu ekki fyrr en hún sér örin eftir aðgerðirnar: „Fólk segir að ég sé önnur manneskja. Mér líður miklu betur. Áður sagði fólk að andlitið á mér væri ekki eðlilegt og samfélagið hafnaði mér. Nú á ég fleiri vini,“ segir Noppajit í þættinum.
Þrátt fyrir að líta út eins og fyrirsæta í dag er hann samur að innan. Hjarta hans tilheyrir Tob, transkonu sem hann hitti á Facebook fyrir þremur árum.