Andra Má Reynissyni brá heldur betur í brún þegar hann fór úr bílnum sínum í Kórahverfi í Kópavogi í gærkvöld, en hann heyrði mjálm koma frá bílnum. Leitaði hann skýringa og fann kött sem hafði skriðið fyrir ofan plasthlíf yfir framhjóli bílsins. Reyndi hann að ná kisu en gat með engu móti náð henni. Voru þau þrjú að reyna að ná honum í einhvern tíma, Andri og foreldrar hans.
Telur hann að kisi hafi verið fastur í mögulega klukkutíma, en það gætu verið sex tímar.
Andri keyrði bílinn til Halldórs á Aðalverkstæðinu sem hóf björgunaraðgerðir og tók dekkið og plasthlífina undan bílnum.
Þú getur séð myndbandið af björguninni hér að neðan.