Blá augu hafa löngum þótt eftirsóknarverð, enda aðeins um 17% mannkyns með þann augnlit. Fólk hefur lengi reynt að breyta auglit sínum með lituðum linsum eða með lithimnuaðgerð. Það mun þó taka breytingum eftir að ný aðferð kom upp á yfirborðið sem bandaríska fyrirtækið Stroma Medical fann upp.
Aðferðin fjarlægir melanínið eða sortuefnið sem einnig er að finna í hár og húð, af yfirborði lithimnunnar. Þannig kemst ljós inn og dreifist í uppistöðuvefinn sem má finna í ljósum augnlit.
„Við byggjum á því að undir hverju brúnu auga er blátt auga,“ segir Dr. Gregg Homer í viðtali við CNN, árið 2015, sem segir að það er ekkert blátt í auganu. „Það eina sem aðskilur blá og brún augu er afar þunn lithimna á yfirborðinu. Ef þú tekur hana í burtu kemst ljós í uppistöðuvefinn og það speglast ljós, sem er blár.“
Laseraðgerðin eyðileggur þessa þunnu lithimnu og líkaminn tekur svo við að fjarlægja hana á náttúrulegan hátt. Þrátt fyrir að aðgerðin taki aðeins 20 sekúndur eru bláu augun nokkrar vikur að koma í ljós. Nú hafa 37 einstaklingar undirgengist aðgerðina, en hún hefur ekki enn verið viðurkennd af bandarískum yfirvöldum. Er áætlað að aðgerðin komi til með að kosta um 500.000 ISK.