Cyntoia Brown fékk lífstíðardóm í fangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann sem hafði greitt fyrir kynlíf með henni þegar hún var einungis 16 ára gömul. Cyntoia hefur nú fengið stuðning úr ótrúlegustu áttum, m.a. frá söngkonunni Rihönnu og Kim Kardashian. Cyntoia er fórnarlamb mansals og átti hörmulega æsku. Er verið að benda á óréttlætið í réttarkerfinu hvað varðar þessa ungu konu sem í dag er orðin 29 ára.
Í heimildarmynd Daniels Birmans um Cyntoiu segir: „Ímyndaðu þér að þú sért 16 ára og sért seld mansali af dólgi sem heitir „Cut-throat.“ (ísl. skera-á-háls) Eftir að hafa verið lyfjuð upp og nauðgað af ýmsum mönnum, varstu áreitt af 43 ára barnaníðingi sem tók þig heim til að nauðga þér. Þú endar með að finna nægilegt hugrekki til að berjast á móti, og þú skýtur og myrðir hann.“
Cyntoia var fundin sek um morð og vændi og var dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún á ekki rétt á að sækja um skilorð fyrr en hún verður 69 ára. Cyntoia þurfti að þola líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi í áraraðir: „Hún átti aldrei séns.“
Í réttarhöldunum var reynt að kyrkja hana, hún barin og henni var ítrekað nauðgað á heimili sínu. Oft var byssu miðað á hana. Lögfræðingurinn hennar reyndi að vekja athygli á því að þetta hafi allt verið undanfari þess að hún myrti manninn.
Vonandi fær Cyntoia vægari dóm, að hlustað sé á röksemdir fólk sem telur að hún hafi verið beitt órétti.
The system has failed. It’s heart breaking to see a young girl sex trafficked then when she has the courage to fight back is jailed for life! We have to do better & do what’s right. I’ve called my attorneys yesterday to see what can be done to fix this. #FreeCyntoiaBrown pic.twitter.com/73y26mLp7u
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 21, 2017