KVENNABLAÐIÐ

Elísabet drottning og Filippus prins hafa verið gift í sjö áratugi!

Það er mikið um dýrðir í Buckinghamhöll þessa helgina en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins, hertogi af Edinborg, hafa verið að undirbúa 70 ára brúðkaupsafmæli sitt sem fram fer á morgun. Kallast 70 ára brúðkaupsafmæli platínubrúðkaup og munu þau snæða með fjölskyldu og vinum í Windsor kastalanum af því tilefni.

Árið 1947
Árið 1947

Eru þau fyrsta konunglega parið til að fagna 70 ára brúðkaupsafmælinu og verður bjöllunum í Westminster Abbey hringt af því tilefni en þau gengu í það heilaga þar árið 1947.

Auglýsing

Meðfylgjandi mynd sem tekin var af ljósmyndaranum Matt Holyoak, er tekin af þessu tilefni. Drottningin er í kremuðum kjól Angelu Kelly, en hún er sérstök aðstoðarkona drottningarinnar og kjólahönnuður og hefur verið það frá árinu 2002.

70

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!